Bollaleggingar á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 10. júní 2021 08:01 Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Svanur Guðmundsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar