Starfsvettvangur barnanna okkar er ekki til í dag Bryndís Haraldsdóttir skrifar 1. júní 2021 13:32 Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Atvinnulífið þarf auk þess að huga að auknu samstarfi, því þrátt fyrir samkeppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverkefnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs, ál- ferða- og jarðhita klösunum. Atvinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Atvinnulíf er ekki eyland Íslenskt atvinnulíf er ekki eyland og þaðan af síður nýsköpun, rannsóknir þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróunar samstarfi svo og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d í gegnum EES samninginn en einnig með fríverslunarsamningum og samstarfi við aðra heimshluta. Greinar sem byggja á óþrjótandi hugarafli Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrirtækis eða einnar atvinnugreinar. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greinar sem fyrst og fremst byggja á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Alþingi samþykkti á árinu aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Nýsköpunarstefna hefur verið samþykkt. Stofnaður hefur verið vísissjóðurinn Kría sem auðvelda á sprotafyrirtækjum fjármögnun. Allar þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ég vil halda áfram á þessari braut og koma okkur yfir erfiðleikana í efnahagslífinu með því að greiða veg og vanda nýsköpunar á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Atvinnulífið þarf auk þess að huga að auknu samstarfi, því þrátt fyrir samkeppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverkefnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs, ál- ferða- og jarðhita klösunum. Atvinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Atvinnulíf er ekki eyland Íslenskt atvinnulíf er ekki eyland og þaðan af síður nýsköpun, rannsóknir þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróunar samstarfi svo og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d í gegnum EES samninginn en einnig með fríverslunarsamningum og samstarfi við aðra heimshluta. Greinar sem byggja á óþrjótandi hugarafli Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrirtækis eða einnar atvinnugreinar. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greinar sem fyrst og fremst byggja á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Alþingi samþykkti á árinu aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Nýsköpunarstefna hefur verið samþykkt. Stofnaður hefur verið vísissjóðurinn Kría sem auðvelda á sprotafyrirtækjum fjármögnun. Allar þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ég vil halda áfram á þessari braut og koma okkur yfir erfiðleikana í efnahagslífinu með því að greiða veg og vanda nýsköpunar á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar