Veitt þjónusta skiptir meira máli en formið Guðbrandur Einarsson skrifar 31. maí 2021 16:31 Ég vissi það svo sem að ég myndi klóra einhverjum samfylkingarjafnaðarmanninum öfugt þegar ég í grein bar saman hlutfallslegan fjölda einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð og á Íslandi. Á samfélagsmiðlum hef ég vinsamlegast verið beðinn um að lesa svargrein, sem hér birtist, af vinum mínum í Samfylkingunni. Þar er ég sakaðar um að vitna ekki í heimildir og fara frjálslega með. Sænskir jafnaðarmenn hafa engu breytt Hverjar skyldu nú misgjörðir mínar hafa verið? Jú, þær að ég væri að kenna sænskum jafnaðarmönnum um að hafa einkavætt sænskt heilbrigðskerfi þegar það var á ábyrgð Moderatarna. Því er nú til að svara að sænskir jafnaðarmenn hafa stjórnað landinu meira og minna sl. 50 ár og því í lófa lagið að snúa til baka með þá villu sem Moderatarna komu þjóðinni í. Það hefur enn þá ekki gerst. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því? Er hún kannski sú að að sænskir jafnaðarmenn séu bara sáttir við stöðuna eins og hún er? Ég var heldur ekki mikið var við það í starfi mínu, sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, að systursamtök okkar í Svíþjóð, Handels, sæju hlutina í sama ljósi og greinarhöfundur. Þau voru uppteknari af öðrum hlutum en sænsku heilbrigðiskerfi og það þrátt fyrir að vera sænskir jafnaðarmenn. Það vakti athygli mína að fyrsta ályktun greinarhöfundar sem dregin var, algjörlega án heimilda, var eftirfarandi: „ Ekki tók langan tíma að sjá að verið væri að tala fyrir aukinni einkavæðingu á velferðarþjónustu .“ Það er þekkt meðal þeirra sem sjá sjálfstæðri velferðarþjónustu allt til foráttu að reyna að þvæla umræðuna um einkarekstur, sem þjónusta sem ríkið kaupir og aðgangur almennings að er jafn, og blanda henni við umræðu einkavæðingu, þar sem hin efnuðu geta keypt sig fram fyrir röð. Þetta er ekki fyrsta í skipti sem ég er vændur um að vilja ganga lengra í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en ég hef áhuga á og væntanlega ekki í síðasta skiptið. Form skiptir mig ekki máli Ég bý á svæði þar sem búa 29 þúsund manns. Á því svæði er ein heilsugæsla og ein sem hægt væri að kalla heilsugæslusel. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 230 þúsund manns og þar eru 19 heilsugæslur eða um 12 þúsund manns um hverja heilsugæslu. Á landinu öllu, fyrir utan það svæði sem ég bý á, búa um 335 þúsund manns með aðgang að 69 heilsugæslum sem er þá rúmlega 4.800 manns um hverja heilsugæslu. Það er vegna þessarar mismununar sem ég og margir fleiri hafa verið að skoða möguleika á því að skoða önnur úrræði við rekstur heilugæslu en bara hinn opinbera. Slíkur sjálfstæður rekstur er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel. Einhverra hluta vegna er slíkt fyrirkomulag ekki heimilað utan höfuðborgarsvæðis sem ég get ekki skilið. Þess í stað geta íbúar míns heimasvæðis skráð sig á sjálfstæða heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, því þau fái ekki þessa þjónustu í heimabyggð. Ég fæ heldur ekki skilið hvers vegna Samfylkingin getur verið á móti slíku ef það getur orðið til þess að bæta þjónustuna. Skv. fyrirliggjandi áætlunum ríkisins er gert ráð fyrir að ný opinber heilsugæslustöð á svæðinu komist í gagnið árið 2026. Við eigum því að búa við óbreytt ástand fram að því. Miðað við þriggja prósenta fjölgun íbúa fram að þeim tíma má gera ráð fyrir að um 17 þúsund manns verði þá um hverja heilsugæslustöð. Það þykir víst viðundandi staða fyrir okkur sem á þessu svæði búum. Hjallastefnan er einkarekstur Flestir halda vart vatni yfir Hjallastefnunni sem rekur nokkra leikskóla í sínu nafni hér á landi og ég er einn þeirra sem er ánægður með tilurð hennar. Sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þá ákvörðun að semja við eigendur þessa fyrirtækis til þess að auka fjölbreytni þjónustu í stað þess að reka alla leikskóla í eigin nafni. Það hefur enginn talað um að þarna sé um að ræða einkavæðingu, að einhver geti keypt sig fram fyrir í röðina af því að viðkomandi á pening. Hið sama á við um einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið er þjónustukaupi og skýr mörk voru sett þegar slíkur rekstur var heimilaður. Þar fyrir utan er einkarekstur víða að finna í heilbrigðiskerfinu. SÁÁ rekur einkarekna heilbrigðisþjónustu. Sjúkraþjálfarar, tannlæknar, sálfræðingar og geðlæknar eru í sjálfstæðum rekstri. Fyrir utan aðra sérfræðilækna. Mismunun eftir landshlutum Að einkareknar heilsugæslustöðvar séu heimilaðar í einum landshluta en um slíkt megi ekki ræða í öðrum, þrátt fyrir að það myndi bæta til muna þjónustu í heimabyggð, eru rök sem halda ekki vatni. Það sem skiptir hér máli er ekki á hvaða formi heilsugæslan er rekin heldur að þjónustan sé veitt. Að það sé raunverulegt aðgengi að þessum fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Ári eftir að Svandís Svavarsdóttir tók við sem heilbrigðisráðherra sagði hún í grein í Morgunblaðinu að eitt af meginmarkmiðum þessarar ríkistjórnar sé að efla og styrkja heilsugæsluna, til að draga úr álagi annars staðar í heilbrigðiskerfinu og veita einstaklingum þjónustu á réttu þjónustustigi. Þessi efling og styrking heilsugæslunnar hefur farið fram hjá minni heimabyggð. Það hefði verið hægt að leysa mikinn vanda hér, ef heimilt hefði verið að fara í útboð á sömu forsendum og fyrir sjálfstæðar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Þess í stað eigum við að bíða í mörg ár enn eftir hinu opinbera. Umræða er þörf Ég er sammála greinarhöfundi um að umræða sé þörf. Hins vegar mun það engu skila að þyrla upp einhverri móðu um annarlegar hvatir ætlaðar „lobbýistum“ sérgreinalækna. Ég er hagmunagæslumaður almennrar samfélagsþjónustu og þar mun ég taka slaginn enda ágætlega menntaður í því. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Guðbrandur Einarsson Heilsugæsla Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ég vissi það svo sem að ég myndi klóra einhverjum samfylkingarjafnaðarmanninum öfugt þegar ég í grein bar saman hlutfallslegan fjölda einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð og á Íslandi. Á samfélagsmiðlum hef ég vinsamlegast verið beðinn um að lesa svargrein, sem hér birtist, af vinum mínum í Samfylkingunni. Þar er ég sakaðar um að vitna ekki í heimildir og fara frjálslega með. Sænskir jafnaðarmenn hafa engu breytt Hverjar skyldu nú misgjörðir mínar hafa verið? Jú, þær að ég væri að kenna sænskum jafnaðarmönnum um að hafa einkavætt sænskt heilbrigðskerfi þegar það var á ábyrgð Moderatarna. Því er nú til að svara að sænskir jafnaðarmenn hafa stjórnað landinu meira og minna sl. 50 ár og því í lófa lagið að snúa til baka með þá villu sem Moderatarna komu þjóðinni í. Það hefur enn þá ekki gerst. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því? Er hún kannski sú að að sænskir jafnaðarmenn séu bara sáttir við stöðuna eins og hún er? Ég var heldur ekki mikið var við það í starfi mínu, sem formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, að systursamtök okkar í Svíþjóð, Handels, sæju hlutina í sama ljósi og greinarhöfundur. Þau voru uppteknari af öðrum hlutum en sænsku heilbrigðiskerfi og það þrátt fyrir að vera sænskir jafnaðarmenn. Það vakti athygli mína að fyrsta ályktun greinarhöfundar sem dregin var, algjörlega án heimilda, var eftirfarandi: „ Ekki tók langan tíma að sjá að verið væri að tala fyrir aukinni einkavæðingu á velferðarþjónustu .“ Það er þekkt meðal þeirra sem sjá sjálfstæðri velferðarþjónustu allt til foráttu að reyna að þvæla umræðuna um einkarekstur, sem þjónusta sem ríkið kaupir og aðgangur almennings að er jafn, og blanda henni við umræðu einkavæðingu, þar sem hin efnuðu geta keypt sig fram fyrir röð. Þetta er ekki fyrsta í skipti sem ég er vændur um að vilja ganga lengra í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en ég hef áhuga á og væntanlega ekki í síðasta skiptið. Form skiptir mig ekki máli Ég bý á svæði þar sem búa 29 þúsund manns. Á því svæði er ein heilsugæsla og ein sem hægt væri að kalla heilsugæslusel. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 230 þúsund manns og þar eru 19 heilsugæslur eða um 12 þúsund manns um hverja heilsugæslu. Á landinu öllu, fyrir utan það svæði sem ég bý á, búa um 335 þúsund manns með aðgang að 69 heilsugæslum sem er þá rúmlega 4.800 manns um hverja heilsugæslu. Það er vegna þessarar mismununar sem ég og margir fleiri hafa verið að skoða möguleika á því að skoða önnur úrræði við rekstur heilugæslu en bara hinn opinbera. Slíkur sjálfstæður rekstur er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel. Einhverra hluta vegna er slíkt fyrirkomulag ekki heimilað utan höfuðborgarsvæðis sem ég get ekki skilið. Þess í stað geta íbúar míns heimasvæðis skráð sig á sjálfstæða heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu, því þau fái ekki þessa þjónustu í heimabyggð. Ég fæ heldur ekki skilið hvers vegna Samfylkingin getur verið á móti slíku ef það getur orðið til þess að bæta þjónustuna. Skv. fyrirliggjandi áætlunum ríkisins er gert ráð fyrir að ný opinber heilsugæslustöð á svæðinu komist í gagnið árið 2026. Við eigum því að búa við óbreytt ástand fram að því. Miðað við þriggja prósenta fjölgun íbúa fram að þeim tíma má gera ráð fyrir að um 17 þúsund manns verði þá um hverja heilsugæslustöð. Það þykir víst viðundandi staða fyrir okkur sem á þessu svæði búum. Hjallastefnan er einkarekstur Flestir halda vart vatni yfir Hjallastefnunni sem rekur nokkra leikskóla í sínu nafni hér á landi og ég er einn þeirra sem er ánægður með tilurð hennar. Sveitarfélög á Íslandi hafa tekið þá ákvörðun að semja við eigendur þessa fyrirtækis til þess að auka fjölbreytni þjónustu í stað þess að reka alla leikskóla í eigin nafni. Það hefur enginn talað um að þarna sé um að ræða einkavæðingu, að einhver geti keypt sig fram fyrir í röðina af því að viðkomandi á pening. Hið sama á við um einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið er þjónustukaupi og skýr mörk voru sett þegar slíkur rekstur var heimilaður. Þar fyrir utan er einkarekstur víða að finna í heilbrigðiskerfinu. SÁÁ rekur einkarekna heilbrigðisþjónustu. Sjúkraþjálfarar, tannlæknar, sálfræðingar og geðlæknar eru í sjálfstæðum rekstri. Fyrir utan aðra sérfræðilækna. Mismunun eftir landshlutum Að einkareknar heilsugæslustöðvar séu heimilaðar í einum landshluta en um slíkt megi ekki ræða í öðrum, þrátt fyrir að það myndi bæta til muna þjónustu í heimabyggð, eru rök sem halda ekki vatni. Það sem skiptir hér máli er ekki á hvaða formi heilsugæslan er rekin heldur að þjónustan sé veitt. Að það sé raunverulegt aðgengi að þessum fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Ári eftir að Svandís Svavarsdóttir tók við sem heilbrigðisráðherra sagði hún í grein í Morgunblaðinu að eitt af meginmarkmiðum þessarar ríkistjórnar sé að efla og styrkja heilsugæsluna, til að draga úr álagi annars staðar í heilbrigðiskerfinu og veita einstaklingum þjónustu á réttu þjónustustigi. Þessi efling og styrking heilsugæslunnar hefur farið fram hjá minni heimabyggð. Það hefði verið hægt að leysa mikinn vanda hér, ef heimilt hefði verið að fara í útboð á sömu forsendum og fyrir sjálfstæðar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Þess í stað eigum við að bíða í mörg ár enn eftir hinu opinbera. Umræða er þörf Ég er sammála greinarhöfundi um að umræða sé þörf. Hins vegar mun það engu skila að þyrla upp einhverri móðu um annarlegar hvatir ætlaðar „lobbýistum“ sérgreinalækna. Ég er hagmunagæslumaður almennrar samfélagsþjónustu og þar mun ég taka slaginn enda ágætlega menntaður í því. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun