Baráttan heldur áfram Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar 25. maí 2021 20:47 Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar