Baráttan heldur áfram Matthías Tryggvi Haraldsson skrifar 25. maí 2021 20:47 Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag. Við sýnum þeim líka samstöðu og samhug, sem það gerðu, sem urðu fyrir árásunum, sem urðu fyrir sprengingunum, létu lífið, eða misstu börnin sín, heimili og lífsviðurværi. Á þriðja hundrað manns eru látin. Sprengingarnar kostuðu tugi barna lífið. Þúsundir eru slösuð. Hundruð heimila eru eyðilögð. Tugir þúsunda hafa neyðst á flótta. Orðið vopnahlé dregur kannski upp ósanna mynd. Þau sem heyra orðið vopnahlé sjá kannski fyrir sér tvö fullbúin herlið á vel skilgreindum vígvelli þar sem tveir hertogar takast í hendur eftir síðustu rimmu. Það sama á kannski við um fleiri orð eins og átök, stríð, ástand og svo mörg orð sem eru notuð um Palestínu. Höfum því eitt á hreinu: Það er bara einn her í Ísrael og Palestínu, ein þjóð sem heldur annarri með valdi, með ólöglegu hernámi og landtöku, aðskilnaðarstefnu og herkví. Þótt hörðustu árásunum linni í bili heldur barátta Palestínumanna fyrir viðurkenningu og mannréttindum áfram. Við krefjumst þess að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah og allri Palestínu verði hætt. Við krefjumst þess að ítrekaðar árásir á Gaza verði stöðvaðar – varanlega – og bundinn endi á herkvína. Við krefjumst þess að ólöglegri landtöku og hernámi á landi Palestínumanna ljúki. Við krefjumst þess að Ísrael viðurkenni tilvist Palestínu. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð sem málsvarar okkar, þeirra ábyrgð er að senda skýr skilaboð með skýrri afstöðu og aðgerðum. Þegar við segjum frjáls Palestína, þá meinum við ekki frjáls Palestína rétt á meðan sviðsljósið beinist að sprengjuárásum. Við meinum frjáls Palestína til frambúðar. Einhvern veginn svona hljóðuðu inngangsorð á samstöðufundi með Palestínu sem haldinn var á Austurvelli síðastliðinn laugardag. Ég vil hvetja alla sem þetta lesa til að kynna sér málið, skrifa undir undirskriftasafnanir Félagsins Ísland-Palestína, Amnesty International og fleiri samtaka sem láta sig málefni Palestínu varða og styrkja neyðarsöfnun sem nú stendur yfir. Baráttan heldur áfram og við höldum áfram að sýna samstöðu. Höfundur er leikskáld og söngvari.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun