Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. maí 2021 10:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun