Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. maí 2021 10:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun