Konur eiga rétt á því að vera vakandi yfir eigin heilsu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 18. maí 2021 11:01 Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun