Hvað hefur þú að fela strákur? Gunnar Dan Wiium skrifar 10. maí 2021 11:20 Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Jafnréttismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að „einhverjum“ hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. Ég hef átt erfitt með að staðsetja mig í þessu öllu saman með #metoo, eins og það sé innprentað í dna’ið mitt einhverskonar geranda meðvirknis strengur. Kannski er strengurinn afleiða eða karma ofbeldis karlmanna í garð kvenna í gegnum árþúsundir. Kannski er ég þjakaður af erfðasynd sem hefur skert sýn mína eða aftrað mér hvað varðar hreina afstöðu. Einhverskonar innprentuð skömm eða sekt fyrir brot minna meðbræðra, forfeðra. Kannski hefur þessi erfðasynd skert sýn mína á möguleg eigin brot gegn konum í þessu lífi. Þetta eru spurningar sem mér þykir vert að spyrja. Ég þarf greinilega að breytast, þroskast. Hvenær var það normið eiginlega að ég ætti ekki að breytast, „þetta hefur alltaf verið svona“ hugarfar. Ég þarf að breytast og vaxa sem manneskja og með því axla ég ábyrgð og raunverulega skila skömminni sem situr á mér eins og mara. Metoo byltingin er hér svo ég geti skoðað og rýnt, rýnt í eigin hugsanir, skúmaskot, samskipti og svo framvegis. Í stóra salnum í Laugarásbíó í kvöld voru skítnar 12 hræður. Miðað við hvað allir geta haft skoðanir og þóst vita allan fokking skít um sekt og sakleysi, ábyrgð og heiðarleika, finnst mér að salurinn hefði átt að vera fullur í kvöld. Það komin tími til breytinga, heilunar. Það er komin tími samruna og kærleiks en til þess þarf sannleikurinn að stíga fram. Hvernig komum við fram strákar? Hvernig hefur þú hagað þér strákur? Hvað hefur þú að fela strákur? Sannleikurinn gerir mig frjálsan og megi ég finna hann nú. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar