Fleiri vilja afnema einkaleyfi Þórgnýr Einar Albertsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2021 18:13 Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi. Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira