Engin sjálfbærni án menningar Constance Ursin, Rasmus Vestergaard, Claus Kjeld Jensen, Sarah Anwar og Varna Marianne Nielsen skrifa 4. maí 2021 07:00 ,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Menning Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun