Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 1. maí 2021 15:00 Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? Ég á barn með sérþarfir og yfirvöld eru að vanrækja það með stefnunni „skóli án aðgreiningar“. Þessi pistill er nokkuð stórt ákall á hjálp. Þið hafið kastað barninu mínu út í djúpu laugina…hvenær ætlið þið að láta það fá kútinn? Eftir umfjöllun um skóla án aðgreiningar á Alþingi sendi ég öllum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni tölvupóst. Tveir tóku sér tíma til þess að svara mér (Karl og Þorbjörg). Hinum virtist nákvæmlega sama hvað ég ”foreldri barns með sérþarfir sem þarf að lifa við þetta kerfi” hafði að segja. Ég ætla því að kasta boltanum áfram út í samfélagið og gera mitt besta til þess að honum sé haldið á lofti, enda málefnið afar brýnt. Þið ágæta fólk sem eruð á þingi í umboði fólksins, ráðherrar sem og aðrir sem starfa við stjórn í menntakerfinu. Mig langar til að biðja ykkur að hlusta á þetta viðtal. Þetta er raunveruleikinn. Þetta er raunverulega það sem er að gerast hjá börnum með sérþarfir í svokölluðu skólakerfi án aðgreiningar. Þetta er veruleiki margra fjölskyldna. Ég óska þess auðvitað að þið gefið ykkur tíma til þess að hlusta á allt viðtalið en bið ykkur a.m.k. að hlusta á umfjöllun sem byrjar á 20 mín um skóla án aðgreiningar og dómsmál vegna barns með sérþarfir. Þetta mál er í heildina mjög lýsandi fyrir stöðu þessara barna í íslensku skólakerfi. Mig að biðja ykkur að ígrunda hversu siðferðislega rétt þið teljið það vera að ríkið komi með þessa stefnu „skóli án aðgreiningar“ en foreldrar eiga svo að bera ábyrgð á að þörfum barnsins sé mætt í skólanum? Og hversu siðferðislega rétt það er að yfirvöld dembi börnum með fjölþættan vanda inn í almenna skóla og fríi sig svo allri ábyrgð þegar þessi börn ráða ekki við aðstæðurnar? Það er augljóslega margt sem fór úrskeiðis í málsvörninni. En hvernig má það vera að þessi litla stúlka hafi í fyrsta lagi getað orðið aðili að þessu máli? Hvers vegna hélt kerfið ekki betur utan um hana? Ætlum við að bíða eftir að svona mál komi upp aftur eða ætlum við að breyta einhverju í kerfinu? Síðastliðið haust vannst stórsigur í réttindabaráttu þessara barna þegar Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í máli barns með sérþarfir, þar sem ítalska ríkinu hafði láðst að veita viðeigandi stuðning í skóla án aðgreiningar. Það er því ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær fyrsta málið af þessum toga kemur upp hér á landi. Þessi börn eiga ákveðin réttindi skv. lögum og barnasáttmálanum og það er sorglegt ef það þarf að draga yfirvöld fyrir dómstóla svo að þau fái notið þeirra réttinda. Ég vil frekar trúa því að vandinn liggi raunverulega í skilningsleysi. Að okkar ágæta fólk geri sér hreinlega ekki grein fyrir stöðunni og því lagalega tómarúmi sem til dæmis ADHD börnin okkar eru stödd í. Það er því einlæg ósk mín að með opinni samfélagsumræðu muni eitthvað breytast. Í umræðunni á Alþingi er þeirri spurningu velt upp hvort við höfum ratað í miklar ógöngur og tafarlausra úrbóta sé þörf. Svo sannarlega er það raunin. Ég sem foreldri barns með sérþarfir lít á málið eins og fyrr segir sem vanrækslu á háu stigi af hálfu yfirvalda. Fjárskortur er ekki afsökun að mati Mannréttindadómstóls Evrópu Spurt er hvar vandinn liggur og hvar yfirvöld eru að bregðast. Svarið er einfalt. Þessi fallega stefna „skóli án aðgreiningar“ er innleidd án þess að henni sé fylgt eftir með sérfræðingum og fjármagni. Þar af leiðandi vinnur stefnan gegn sjálfri sér. Þetta er rót vandans. Í svona stefnu ættu að sjálfsögðu allir skólar að vera með viðeigandi sérfræðinga. Það hljóta allir að sjá það að þegar barn með fjölþættan vanda er sett inn í skólastofu með öðrum börnum þá er ekki nóg að efla kennaramenntun og fjölga kennurum. Það þarf að fá sérfræðinga að borðinu. Þá er einnig spurt hvort það sé ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið? Nei, það er ekki gert. Það lítur út fyrir að litið sé á skóla án aðgreiningar sem eitthvert sparnaðarúrræði. Að það væri hægt að draga úr áherslum á sérskóla og demba þessum börnum inn í almennt skólakerfi án þess að sú sérfræðiaðstoð sem þau þurfa fylgi með. Það til dæmis starfa ekki þroskaþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar í öllum skólum. Hvernig samræmist það skóla án aðgreiningar? Afar illa. Þegar kemur að velferð barnsins míns þá get ég ekki sætt mig við rök á borð við fjárskort og það vill svo vel til að Mannréttindadómstóll Evrópu er sammála mér. Svona að lokum langar mig að benda á það að þetta snýst ekki eingöngu um barnið. Vanlíðan barnsins hefur áhrif á önnur börn í skólanum. Það hefur áhrif á foreldra. Í mörgum tilfellum geta foreldrar ekki verið útivinnandi. Það hefur áhrif á önnur systkini. Barnið lendir í allskyns aðstæðum sem hafa langvarandi áhrif á sálræna líðan. Þegar skortur er á utanumhaldi er hætt við því að við missum þessi börn í rugl þegar kemur á unglingsárin. Til að draga þetta saman í eina góða setningu: Ef við leggjum ekki nægjanlegt fjármagn í þetta kerfi þá borgum við það margfalt til baka….bara síðar. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Réttindi barna Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í siðmenntuðu samfélagi er vanræksla barna ekki liðin. Samkvæmt lögum ber að tilkynna grun um slíkt til barnaverndar. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld megi vanrækja barnið mitt? Ég á barn með sérþarfir og yfirvöld eru að vanrækja það með stefnunni „skóli án aðgreiningar“. Þessi pistill er nokkuð stórt ákall á hjálp. Þið hafið kastað barninu mínu út í djúpu laugina…hvenær ætlið þið að láta það fá kútinn? Eftir umfjöllun um skóla án aðgreiningar á Alþingi sendi ég öllum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni tölvupóst. Tveir tóku sér tíma til þess að svara mér (Karl og Þorbjörg). Hinum virtist nákvæmlega sama hvað ég ”foreldri barns með sérþarfir sem þarf að lifa við þetta kerfi” hafði að segja. Ég ætla því að kasta boltanum áfram út í samfélagið og gera mitt besta til þess að honum sé haldið á lofti, enda málefnið afar brýnt. Þið ágæta fólk sem eruð á þingi í umboði fólksins, ráðherrar sem og aðrir sem starfa við stjórn í menntakerfinu. Mig langar til að biðja ykkur að hlusta á þetta viðtal. Þetta er raunveruleikinn. Þetta er raunverulega það sem er að gerast hjá börnum með sérþarfir í svokölluðu skólakerfi án aðgreiningar. Þetta er veruleiki margra fjölskyldna. Ég óska þess auðvitað að þið gefið ykkur tíma til þess að hlusta á allt viðtalið en bið ykkur a.m.k. að hlusta á umfjöllun sem byrjar á 20 mín um skóla án aðgreiningar og dómsmál vegna barns með sérþarfir. Þetta mál er í heildina mjög lýsandi fyrir stöðu þessara barna í íslensku skólakerfi. Mig að biðja ykkur að ígrunda hversu siðferðislega rétt þið teljið það vera að ríkið komi með þessa stefnu „skóli án aðgreiningar“ en foreldrar eiga svo að bera ábyrgð á að þörfum barnsins sé mætt í skólanum? Og hversu siðferðislega rétt það er að yfirvöld dembi börnum með fjölþættan vanda inn í almenna skóla og fríi sig svo allri ábyrgð þegar þessi börn ráða ekki við aðstæðurnar? Það er augljóslega margt sem fór úrskeiðis í málsvörninni. En hvernig má það vera að þessi litla stúlka hafi í fyrsta lagi getað orðið aðili að þessu máli? Hvers vegna hélt kerfið ekki betur utan um hana? Ætlum við að bíða eftir að svona mál komi upp aftur eða ætlum við að breyta einhverju í kerfinu? Síðastliðið haust vannst stórsigur í réttindabaráttu þessara barna þegar Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í máli barns með sérþarfir, þar sem ítalska ríkinu hafði láðst að veita viðeigandi stuðning í skóla án aðgreiningar. Það er því ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær fyrsta málið af þessum toga kemur upp hér á landi. Þessi börn eiga ákveðin réttindi skv. lögum og barnasáttmálanum og það er sorglegt ef það þarf að draga yfirvöld fyrir dómstóla svo að þau fái notið þeirra réttinda. Ég vil frekar trúa því að vandinn liggi raunverulega í skilningsleysi. Að okkar ágæta fólk geri sér hreinlega ekki grein fyrir stöðunni og því lagalega tómarúmi sem til dæmis ADHD börnin okkar eru stödd í. Það er því einlæg ósk mín að með opinni samfélagsumræðu muni eitthvað breytast. Í umræðunni á Alþingi er þeirri spurningu velt upp hvort við höfum ratað í miklar ógöngur og tafarlausra úrbóta sé þörf. Svo sannarlega er það raunin. Ég sem foreldri barns með sérþarfir lít á málið eins og fyrr segir sem vanrækslu á háu stigi af hálfu yfirvalda. Fjárskortur er ekki afsökun að mati Mannréttindadómstóls Evrópu Spurt er hvar vandinn liggur og hvar yfirvöld eru að bregðast. Svarið er einfalt. Þessi fallega stefna „skóli án aðgreiningar“ er innleidd án þess að henni sé fylgt eftir með sérfræðingum og fjármagni. Þar af leiðandi vinnur stefnan gegn sjálfri sér. Þetta er rót vandans. Í svona stefnu ættu að sjálfsögðu allir skólar að vera með viðeigandi sérfræðinga. Það hljóta allir að sjá það að þegar barn með fjölþættan vanda er sett inn í skólastofu með öðrum börnum þá er ekki nóg að efla kennaramenntun og fjölga kennurum. Það þarf að fá sérfræðinga að borðinu. Þá er einnig spurt hvort það sé ekki sett nægilegt fjármagn inn í kerfið? Nei, það er ekki gert. Það lítur út fyrir að litið sé á skóla án aðgreiningar sem eitthvert sparnaðarúrræði. Að það væri hægt að draga úr áherslum á sérskóla og demba þessum börnum inn í almennt skólakerfi án þess að sú sérfræðiaðstoð sem þau þurfa fylgi með. Það til dæmis starfa ekki þroskaþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar eða iðjuþjálfar í öllum skólum. Hvernig samræmist það skóla án aðgreiningar? Afar illa. Þegar kemur að velferð barnsins míns þá get ég ekki sætt mig við rök á borð við fjárskort og það vill svo vel til að Mannréttindadómstóll Evrópu er sammála mér. Svona að lokum langar mig að benda á það að þetta snýst ekki eingöngu um barnið. Vanlíðan barnsins hefur áhrif á önnur börn í skólanum. Það hefur áhrif á foreldra. Í mörgum tilfellum geta foreldrar ekki verið útivinnandi. Það hefur áhrif á önnur systkini. Barnið lendir í allskyns aðstæðum sem hafa langvarandi áhrif á sálræna líðan. Þegar skortur er á utanumhaldi er hætt við því að við missum þessi börn í rugl þegar kemur á unglingsárin. Til að draga þetta saman í eina góða setningu: Ef við leggjum ekki nægjanlegt fjármagn í þetta kerfi þá borgum við það margfalt til baka….bara síðar. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun