Hverjir stýra peningunum? Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir skrifa 30. apríl 2021 09:00 Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Jafnréttismál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun