Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:30 Sigurlaug og Þorlákur hafa það gott í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg. Þorlákur Máni greindist með kórónuveiruna á sex ára afmælisdaginn en hefur ekki fengið nein einkenni. Þá virðist mamma hans ekki hafa smitast af honum. „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira