Alþjóðahugverkadagurinn 2021: Frá hugmynd að verðmætum Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2021 08:00 Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun