Skipta líf og heilsa kvenna heilbrigðisyfirvöld minna máli? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 17:00 Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun