Skipta líf og heilsa kvenna heilbrigðisyfirvöld minna máli? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 17:00 Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann áttunda mars s.l. voru heilbrigðisráðherra afhentar um fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem hvatningu til að bæta úr því ófremdarástandi sem skimanir í Danmörku hafa skapað. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að ráðherrann tók við áskoruninni og ekkert hefur gerst. Nema kannski það að einhverjir læknar hafa verið í umkenningaleik um hver beri raunverulega ábyrgð. Í fyrsta lagi ábyrgð á því að hafa rifið verkefni við skimun og greiningu af Krabbameinsfélaginu áður en annar aðili hafði verið fenginn til að taka við. Í öðru lagi að koma skimun og greiningu ekki fyrir á Landsspítala eins og ráð hafði verið fyrir gert. Og í þriðja lagi að koma greiningu skimana fyrir í einkaklínik í Danmörku sem er eins svifasein og óörugg leið og hugsast getur. Þar kemur margt til. Dregið hefur verið fram að sýni höfðu hlaðist upp og voru geymd í pappakössum fram á þetta ár. Flókið er að senda sýni til Danmerkur því merkja þarf sýnin upp á nýtt (íslenska kennitalan gengur ekki) og að lokinni greiningu þarf að umbreyta dönsku merkingunni aftur í íslenska kennitölu. Allt tekur þetta drjúgan tíma. Á meðan á þessu gengur bíða konur milli vonar og ótta vikum saman. Margar hverjar hafa fengið fregnir af því að sýni þeirra hafi sýnt frávik og taka þurfi ný og/eða að grípa þurfi til annarra aðgerða strax. Á fésbókarsíðunni „aðför að heilsu kvenna„ sem nú telur um 14 þúsund meðlima eins og áður sagði er að finna nöturlegar frásagnir kvenna sem hafa beðið mánuðum saman eftir niðurstöðum og eftir atvikum framhaldsmeðferð. Sést hafa frásagnir sem sýna að konur hafa þurft að bíða niðurstaðna og jafnvel eftir framhaldsmeðferð allt síðan í júlímánuði 2020. Hver karllæknirinn af öðrum hefur stigið fram og sagt að þessi þjónusta sé þrátt fyrir allt ásættanleg. Með mikilli virðingu efast ég um skilning þeirra á ástandinu. Í 3. gr sjúklingalaga segir að sjúklingar skuli ávallt njóta bestu fáanlegu þjónustu eða eins og segir í lagatextanum: Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita. Mér er til efs að hægt sé að heimfæra lagaákvæðið upp á þá reynslu sem margar konur hafa gengið í gegnum undanfarandi. Mér vitanlega hefur enginn enn látið reyna á þetta ákvæði laga vegna skimunar leghálskrabbameins en full ástæða virðist til að gaumgæfa það. Það er engu líkara en að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að heilsa og líf kvenna skipti ekki máli. Þessu ástandi verður að linna strax. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld að bæta nú þegar úr. Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í RVK-kjördæmi suður.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun