Að loka landi Andrea Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2021 08:31 Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri. Sökudólgur fundinn Eftir rúmt ár af COVID fer þolinmæðin þverrandi. Einhvern tíma var hin lúmska veira óvinurinn, sem við, verandi öll Almannavarnir, þurfum að kljást við saman. Þrátt fyrir formlega útnefningu hefur hún ekki dugað sem sökudólgur og sökudólgaleitin því haldið áfram. Nýlega náðist farsæl lending í þeim efnum. Sökudólgurinn er útlönd og allir sem þaðan koma. Frasinn um að „loka landinu“ hefur fengið byr undir báða vængi, enda á hið lokaða land að tryggja okkur veiruleysi, heilsu og hamingju. Að veiruleysinu verður vikið síðar, en það sem mestu máli skiptir er hvað felst í frasanum. Hvernig lokar maður landi? Á að banna hingað flug- og skipasamgöngur eða leggja blátt bann við öllum komum á klakann? Það vill nefnilega gleymast að skilyrði fyrir inngöngu í landið eru þegar mjög ströng. Það þarf að framvísa neikvæðu vottorði, gangast undir skimun, sóttkví og loks aðra skimun til að valsa frjáls um íslenskt samfélag. Af samanburði við Nýja-Sjáland Í umræðu um lokun landamæra er gjarnan vísað til Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland er auðvitað ekki lokað land þó þar séu ferðatakmarkanir. Þar er ekki þreföld skimun líkt og hér og upp koma smit og gripið er til sóttvarnaaðgerða þar, líkt og annars staðar. Ferðaþjónusta á Nýja-Sjálandi er auk þess eðlisólík þeirri íslensku. Þar í landi byggist 60% af ferðaþjónustu á innlendum ferðamönnum, samanborið við eins stafs prósentu hérlendis. Atvinnuleysishlutfallið á Íslandi er aftur á móti tveggja stafa tala, enda hefur okkar stærsta útflutningsgrein verið lömuð í yfir ár. Frasinn um eðlilegt líf í lokuðu landi er hjákátlegur þegar þúsundir eru án atvinnu. Stóru málin Veirulausa útópíulandið er vandfundið og þess vegna hefur línan hingað til verið sú að við þurfum að lifa með veirunni, það er að segja, þangað til fyrir helgi. Þá ýjaði sóttvarnalæknir að því að Íslendingar myndu ekki endurheimta borgaraleg réttindi sín fyrr en veiruleysi væri náð. Fáir spurðu hvernig stæði á þessu og fjölmiðlar hafa flestir verið uppteknir við annað. Eins og að spyrja hvort starfsfólki Rauða krossins þyki ekki slæmt að færri verði nú vistaðir í farsóttarturninum. Hvað embættismanni úr læknastétt og forstjóra líftæknifyrirtækis finnist um að maður hafi farið til Spánar. Að rappari vilji loka landinu. Einblínt á stóru málin. Hér verður ekki gert lítið úr veirunni og afleiðingum hennar. Einhver kynni þó að vilja staldra við og spyrja sig: Hvert er planið, nú þegar við erum farin að bólusetja lægri aldurshópa en þá sem verst fara út úr sóttinni? Hver eru viðmiðin til að endurheimta eðlilegt líf og hvað þarf til að þeim verði náð? Hvers vegna eru smittölur enn það eina sem skiptir máli, að því er virðist, þegar enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID og þeir hópar sem líklegastir eru til þess að rata þangað hafa verið bólusettir? Hvenær fær atvinnuleysi, tekjutap, andleg heilsa og annað afleitt heilsutjón viðeigandi vægi við ákvarðanatöku? Hvenær verður horft til þeirra áhrifa sem dagleg aukning á halla ríkissjóðs hefur á heilbrigðis- og velferðarkerfi og aðra innviðafjárfestingu til langrar framtíðar? Gleymum því ekki að hér eru ekki síður líf og heilsa fjölmargra í húfi - og áhrifin langvarandi. Það dugir ekki að einblína á einn lið lýðheilsujöfnunnar. Þegar aðrir liðir eru teknir inn í jöfnuna þá blasir við hvar almannahagsmunir liggja. Við þurfum að loka kaflanum, ekki landinu. Höfundur er viðskiptablaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar harðnar á dalnum er okkur eðlislægt að finna sameiginlegan óvin. Í lagi Nýdanskrar, Sökudólgur óskast, er kallað eftir skýringum á því hvað sé að gerast, við hvern sé að sakast, svo hægt sé að vita hvað sé að. Sú hefur verið stemningin hér á landi undanfarin misseri. Sökudólgur fundinn Eftir rúmt ár af COVID fer þolinmæðin þverrandi. Einhvern tíma var hin lúmska veira óvinurinn, sem við, verandi öll Almannavarnir, þurfum að kljást við saman. Þrátt fyrir formlega útnefningu hefur hún ekki dugað sem sökudólgur og sökudólgaleitin því haldið áfram. Nýlega náðist farsæl lending í þeim efnum. Sökudólgurinn er útlönd og allir sem þaðan koma. Frasinn um að „loka landinu“ hefur fengið byr undir báða vængi, enda á hið lokaða land að tryggja okkur veiruleysi, heilsu og hamingju. Að veiruleysinu verður vikið síðar, en það sem mestu máli skiptir er hvað felst í frasanum. Hvernig lokar maður landi? Á að banna hingað flug- og skipasamgöngur eða leggja blátt bann við öllum komum á klakann? Það vill nefnilega gleymast að skilyrði fyrir inngöngu í landið eru þegar mjög ströng. Það þarf að framvísa neikvæðu vottorði, gangast undir skimun, sóttkví og loks aðra skimun til að valsa frjáls um íslenskt samfélag. Af samanburði við Nýja-Sjáland Í umræðu um lokun landamæra er gjarnan vísað til Nýja-Sjálands. Nýja-Sjáland er auðvitað ekki lokað land þó þar séu ferðatakmarkanir. Þar er ekki þreföld skimun líkt og hér og upp koma smit og gripið er til sóttvarnaaðgerða þar, líkt og annars staðar. Ferðaþjónusta á Nýja-Sjálandi er auk þess eðlisólík þeirri íslensku. Þar í landi byggist 60% af ferðaþjónustu á innlendum ferðamönnum, samanborið við eins stafs prósentu hérlendis. Atvinnuleysishlutfallið á Íslandi er aftur á móti tveggja stafa tala, enda hefur okkar stærsta útflutningsgrein verið lömuð í yfir ár. Frasinn um eðlilegt líf í lokuðu landi er hjákátlegur þegar þúsundir eru án atvinnu. Stóru málin Veirulausa útópíulandið er vandfundið og þess vegna hefur línan hingað til verið sú að við þurfum að lifa með veirunni, það er að segja, þangað til fyrir helgi. Þá ýjaði sóttvarnalæknir að því að Íslendingar myndu ekki endurheimta borgaraleg réttindi sín fyrr en veiruleysi væri náð. Fáir spurðu hvernig stæði á þessu og fjölmiðlar hafa flestir verið uppteknir við annað. Eins og að spyrja hvort starfsfólki Rauða krossins þyki ekki slæmt að færri verði nú vistaðir í farsóttarturninum. Hvað embættismanni úr læknastétt og forstjóra líftæknifyrirtækis finnist um að maður hafi farið til Spánar. Að rappari vilji loka landinu. Einblínt á stóru málin. Hér verður ekki gert lítið úr veirunni og afleiðingum hennar. Einhver kynni þó að vilja staldra við og spyrja sig: Hvert er planið, nú þegar við erum farin að bólusetja lægri aldurshópa en þá sem verst fara út úr sóttinni? Hver eru viðmiðin til að endurheimta eðlilegt líf og hvað þarf til að þeim verði náð? Hvers vegna eru smittölur enn það eina sem skiptir máli, að því er virðist, þegar enginn liggur á sjúkrahúsi vegna COVID og þeir hópar sem líklegastir eru til þess að rata þangað hafa verið bólusettir? Hvenær fær atvinnuleysi, tekjutap, andleg heilsa og annað afleitt heilsutjón viðeigandi vægi við ákvarðanatöku? Hvenær verður horft til þeirra áhrifa sem dagleg aukning á halla ríkissjóðs hefur á heilbrigðis- og velferðarkerfi og aðra innviðafjárfestingu til langrar framtíðar? Gleymum því ekki að hér eru ekki síður líf og heilsa fjölmargra í húfi - og áhrifin langvarandi. Það dugir ekki að einblína á einn lið lýðheilsujöfnunnar. Þegar aðrir liðir eru teknir inn í jöfnuna þá blasir við hvar almannahagsmunir liggja. Við þurfum að loka kaflanum, ekki landinu. Höfundur er viðskiptablaðamaður.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar