Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Sigrún Eiríksdóttir skrifar 26. mars 2021 15:30 Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun