Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 25. mars 2021 15:31 Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Norðurslóðir Akureyri Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun