Erindrekar í Malasíu reknir heim til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 13:12 Kassar fluttir úr sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. AP/Vincent Thian Erindrekar Norður-Kóreu hafa yfirgefið sendiráð ríkisins í Malasíu og setja stefnuna heim á leið eftir að ríkin tvö slitu opinberum samskiptum. Það var gert eftir að Malasía framseldi grunaðan glæpamann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík. Malasía Norður-Kórea Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík.
Malasía Norður-Kórea Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira