Erindrekar í Malasíu reknir heim til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 13:12 Kassar fluttir úr sendiráði Norður-Kóreu í Kúala Lúmpúr. AP/Vincent Thian Erindrekar Norður-Kóreu hafa yfirgefið sendiráð ríkisins í Malasíu og setja stefnuna heim á leið eftir að ríkin tvö slitu opinberum samskiptum. Það var gert eftir að Malasía framseldi grunaðan glæpamann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík. Malasía Norður-Kórea Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Fáni Norður-Kóreu við sendiráðið hefur verið tekinn niður en opinber samskipti ríkjanna tveggja hafa í raun verið engin frá árinu 2017. Þá var hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu myrtur með VX taugaeitri, sem er skilgreint sem gereyðingarvopn, og hafa útsendarar Norður-Kóreu verið sakaðir um morðið. Talið er að þessir útsendarar hafi platað tvær konur til að smyrja eitri framan í Kim Jong-nam. Sjá einnig: Meintur morðingi Kim Jong-nam látinn laus Fyrr í þessari viku framseldi Malasía mann frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna en sá er grunaður um peningaþvætti. Á föstudaginn tilkynntu yfirvöld Norður-Kóreu að þau ætluðu að slíta samskiptum formlega við ríkið og Í Malasíu var brugðist við með því að vísa erindrekum Norður-Kóreu úr landi. AP fréttaveitan hefur eftir háttsettum erindreka Norður-Kóreu í Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi framið ófyrirgefandi glæp með því að framselja áðurnefndan mann. Þá sakaði hann ríkisstjórn Malasíu um að taka þátt í samsæri Bandaríkjanna gegn einræðisríkinu Norður-Kóreu. Erindrekinn, sem heitir Kim Yu Song, sagði að með framsalinu hefði Malasía gereyðilagt samskipti ríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa kallað ásakanir um fjárþvætti vera uppspuna og að Bandaríkin myndu gjalda fyrir þær. Hér má sjá yfirlýsingu Kim. Sá sem var framseldur heitir Mun Chol Myong og hafði búið í Malasíu í áratug áður en hann var handtekinn í maí 2019. Hann var sakaður um svik, peningaþvætti og að koma að flutning munaðarvara frá Singapúr til Norður-Kóreu, í trássi við viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna. Hann var framseldur eftir að Hæstiréttur Malasíu vísaði frá áfrýjun hans þar sem hann sagði ákærurnar gegn sér eiga rætur í pólitík.
Malasía Norður-Kórea Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira