Samfylkingin og heimilin Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 19:01 Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun