Samfylkingin og heimilin Þorsteinn Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 19:01 Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“ Á þessum tíma var þegar hafin herferð lánastofnana á hendur íslenskum heimilum og nauðungarsölur hafnar. Í svari við fyrirspurn undirritaðs hefur komið fram að Íbúðalánasjóður seldi á tímabilinu 2009 – 2019 rúmar fjögur þúsund íbúðir. Ætla má að vegna þess hafi um tíu þúsund manns misst heimili sín Mjög margir úr þeim hópi sem misstu eignir sínar á árunum eftir hrun hafa ekki verið í færum til að eignast þak yfir höfuðið á ný og eru því á leigumarkaði. Tvö ár tók að fá þessar upplýsingar fram vegna tregðu félags- og barnamálaráðherra sem fór á svið við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð til að koma í veg fyrir birtingu þessara upplýsinga. Ástæður ráðherrans fyrir leyndarhyggjunni liggja ekki fyrir enn. Fram hefur komið að stærstu kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs voru félög í eigu aðila sem margir hverjir gerðu sig mjög gildandi í undanfara hrunsins. Þau félög hafa síðan flest þróast í leigufélög sem reist eru á rústum heimilanna í landinu. Hafa mörg þau viðskipti athyglisvert yfirbragð. Enn hafa ekki borist upplýsingar um fullnustuíbúðir sem Landsbanki Arion og Íslandsbanki eignuðust og seldu á sama tíma. Tregða við þá upplýsingagjöf er með sama hætti og fyrr. ,,Flökkusögur“ Nú hefur þingflokkur Miðflokksins lagt fram beiðni til forsætisráðherra um áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna. Í umræðu um skýrslubeiðnina komu fram þær tölulegu upplýsingar sem greint er frá hér að framan. Sérstaka athygli vakti að í þeirri umræðu kallaði Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar þær upplýsingar ,,flökkusögur.“ Það eru kaldar kveðjur Samfylkingarinnar til allra þeirra sem sárt eiga að binda eftir að hafa misst heimili sín. Undirritaður hefur heyrt reynslusögur allmargra og væri þingflokksformanni Samfylkingar hollt að heyra af þeim. Það eru engar ,,flökkusögur“ heldur frásagnir af rangindum og hörku í samskiptum lánastofnana við fólk sem stóð höllum fæti. Í sögulegu samhengi og með aðgerðir ríkisstjórnar Íslands á árunum 2009-2013 fyrir augum má hafa skilning á þessum ummælum þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Samfylkingar og VG á þessum árum brást íslenskum heimilum með öllu og náðu heimilin ekki vopnum sínum fyrr en við skuldaleiðréttinguna en þegar hún hófst höfðu því miður mjög margir þegar misst heimili sín. Orð þingmanns samfylkingarinnar í skýrsluumræðunni opinbera að skilningur Samfylkingarinnar á stöðu íslenskra heimila er samur og hann var á árunum eftir hrun – nefnilega enginn. Það er upplýsandi fyrir íslenska kjósendur í undanfara þingkosninga að þingmaður Samfylkingarinnar skuli afhjúpa þessa afstöðu svo rækilega nú. Hugsunarhátturinn um að ekkert verði gert fyrir skuldsett heimili er greinilega enn ríkjandi í Samfylkingunni. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar