Og fjallið það öskrar HIldur Þórisdóttir skrifar 11. mars 2021 15:31 Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Múlaþing Byggðamál Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa gengið í gegnum sáran missi vita að blæbrigði lífsins verður aldrei alveg eins eftir að náinn ástvinur kveður. Tíminn virðist standa í stað á sama tíma og sólin heldur áfram að rísa og hníga og gangverk mannlífsins heldur áfram. Þannig má að einhverju leyti lýsa lífinu á Seyðisfirði eftir hamfaraflóðið í desember. Flóðið þyrmdi mannslífum en skildi eftir ör á sálu íbúanna og svöðusár í bæjarmyndinni. Skriðurnar hrifu með sér fjölda bygginga en tóku enga manneskja með í hamförunum. Þó er til fjöldi frásagna fólks sem var nýfarið af skriðusvæðinu á meðan aðrir voru staddir á heimilum sínum staðsettum í miðri skriðunni. Í hamförunum misstu sumir heimilin sín á meðan aðrir misstu vinnustaðinn sinn. Öll misstum við eitthvað þó að sterkasta tilfinningin sem eftir stendur sé djúpt þakklæti fyrir að ekki fór verr. Skriðan þyrmdi mannslífum þó svo að verkefnið sem eftir stendur sé ærið. Það eru 1200 ár síðan viðlíka atburðir áttu sér stað á Seyðisfirði og efnahagslegt tjón með því mesta sem við höfum upplifað á Íslandi eftir slíkar hamfarir, metið á yfir tvo milljarða króna. Hreinsunarstarfið hefur verið yfirgripsmikið og lyft hefur verið grettistaki í að hreinsa gríðarlegt magn af leðju og aur, braki úr byggingum og mannhæðarháum steinum. Þar sem áður stóðu glæsileg hús má nú sjá moldarbrún sár. Vitanlega eru fjölmiðlar hættir að bera fréttir af staðnum enda eru hamfarir mun áhugaverðara fréttaefni en eftirköstin sem samfélagið þarf að takast á við. Það hefur verið styrkur að finna stuðning ríkisvaldsins sem nýverið lagði fram 215 milljónir til þriggja ára til þess að styðja við atvinnulífið sem fékk á sig bylmingshögg en mikið liggur við að endurreisa það svo Seyðisfjörður megi rísa á ný. Við sem upplifðum öskur fjallsins munum léttinn yfir því að Fjarðarheiðin var fær og hægt að komast úr firðinum þegar bærinn var rýmdur þennan örlagaríka dag. Daginn sem hluti fjallsins lét undan hinum mikla þrýstingi sem margra vikna ofsafengin rigning olli og 72 þúsund rúmmetrar af efni flæddu niður yfir byggðina. Það er ekki sjálfgefið á þessum árstíma og við sem búum hér og lifum við óboðlegar samgöngur hugsum með óhug til þess ef fjallvegurinn hefði lokað okkur inn í þessum ógnaraðstæðum. Það er líklega ekkert sem getur hjálpað samfélagi meira eftir slíkt áfall en að staðið verði við áður gefin fyrirheit um öruggar samgöngur með göngum undir Fjarðarheiði. Sú stund er komin. Höfundur er oddviti Austurlistans sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar