Geðheilbrigðismál í forgangi Svandís Svavarsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 5. mars 2021 07:00 Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika. Í umræðu um geðheilbrigðisþjónustu vill gjarnan gleymast að langflestir glíma við geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni; hvort sem um tímabundna vanlíðan ræðir eða langvarandi veikindi. Talið er að um 24% Íslendinga muni upplifa einhvers konar geðröskun á ævinni. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum og þekkingarleysi á einkennum og afleiðingum þeirra er því miður enn of algengt í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að í heilbrigðiskerfinu okkar sé í boði viðeigandi þjónusta fyrir þau sem glíma við geðheilsuvanda, og að við aukum fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra til að draga úr fordómum. Útrýmum jaðarsetningu Fólk með geðrænan vanda mætir of oft skilningsleysi af hálfu samfélagsins. Slíkt skilningsleysi getur skilað sér í því að þau sem glíma við slíkan vanda verða fyrir aðkasti og fordómum, eiga í erfiðleikum með að fá vinnu og eru jafnvel talin hættulegri en annað fólk, svo dæmi séu nefnd. Fordómar geta líka haft þau áhrif að fólk leitar sér síður hjálpar. Jaðarsetning fólks sem glímir við geðrænan vanda er veruleiki sem þarf að útrýma. Við þurfum að passa betur upp á hvert annað og vinna markvisst að því að eyða fordómum fyrir geðsjúkdómum úr samfélaginu. Til að því megi koma við þarf markvisst að auka fræðslu og forvarnir, hætta að skilgreina fólk út frá veikindum og breyta markvisst neikvæðri orðræðu um geðsjúkdóma. Þannig tryggjum við að þau sem þarfnast geðheilbrigðisþjónustu njóti sömu virðingar og þau sem glíma við líkamleg veikindi. Efling geðheilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði í þessu samhengi. Margt hefur gerst í geðheilbrigðismálum á kjörtímabilinu Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld mikið á kjörtímabilinu og aðgengi að henni bætt um allt land. Í fyrsta lagi má nefna að á kjörtímabilinu hefur fjárveiting til geðþjónustu innan heilsugæslunnar stóraukist, en aukningin nemur rúmlega 800 milljónum króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 og á fjárlögum 2021 var samþykkt 540 milljóna króna viðbótarfjárveiting á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfaglegra geðheilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóreflt um land allt. Til dæmis hefur sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað úr 33 upp í um 66 á kjörtímabilinu. Geðheilsuteymi um land allt hafa verið fjármögnuð og hafa tekið til starfa en árið 2020 sinntu teymin rúmlega 2600 manns. Sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga hefur tekið til starfa, sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur og annað teymi fyrir fólk með þroskahömlum og skyldar raskanir. Til að bregðast sérstaklega við aðstæðum tengdum Covid-19 var í apríl 2020 sett á fót geðráð sem hefur það hlutverk að tryggja samhæfða upplýsingagjöf til notenda geðheilbrigðisþjónustu. Einnig sem viðbragð við Covid-19 faraldrinum hafa tveir stýrihópar verið stofnaðir, annars vegar til að vakta geðheilsu þjóðarinnar og hins vegar til að vakta lýðheilsu þjóðarinnar á tímum heimsfaraldurs. Í lok árs 2020 var boðað til geðheilbrigðisþings um stefnumótun og framtíðarsýn og nú er unnið að heildarstefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnan verður byggð á heilbrigðisstefnu. Hvert stefnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð? Mikilvægt er að halda áfram að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í geðheilbrigðismálum á síðastliðnu kjörtímabili. Í velferðarstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er meðal annars lögð áhersla á öfluga geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni og öflugar forvarnir þegar kemur að geðheilbrigði. Öllum þarf að gefast kostur á þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast og hafa rétt á, óháð búsetu, fjárhag og félagslegum aðstæðum. Með því að tryggja og efla þjónustuna drögum við líka úr fordómum. Ekki má gleymast að geðrænn vandi hefur ekki eingöngu áhrif á þau sem við hann glíma heldur umhverfi þeirra, aðstandendur og samfélagið í heild. Án fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu glatast dýrmætur mannauður og því er hagur allra að setja geðheilbrigðismálin í forgang. Það viljum við gera áfram. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Helga Margrét Jóhannesdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika. Í umræðu um geðheilbrigðisþjónustu vill gjarnan gleymast að langflestir glíma við geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni; hvort sem um tímabundna vanlíðan ræðir eða langvarandi veikindi. Talið er að um 24% Íslendinga muni upplifa einhvers konar geðröskun á ævinni. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum og þekkingarleysi á einkennum og afleiðingum þeirra er því miður enn of algengt í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að í heilbrigðiskerfinu okkar sé í boði viðeigandi þjónusta fyrir þau sem glíma við geðheilsuvanda, og að við aukum fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra til að draga úr fordómum. Útrýmum jaðarsetningu Fólk með geðrænan vanda mætir of oft skilningsleysi af hálfu samfélagsins. Slíkt skilningsleysi getur skilað sér í því að þau sem glíma við slíkan vanda verða fyrir aðkasti og fordómum, eiga í erfiðleikum með að fá vinnu og eru jafnvel talin hættulegri en annað fólk, svo dæmi séu nefnd. Fordómar geta líka haft þau áhrif að fólk leitar sér síður hjálpar. Jaðarsetning fólks sem glímir við geðrænan vanda er veruleiki sem þarf að útrýma. Við þurfum að passa betur upp á hvert annað og vinna markvisst að því að eyða fordómum fyrir geðsjúkdómum úr samfélaginu. Til að því megi koma við þarf markvisst að auka fræðslu og forvarnir, hætta að skilgreina fólk út frá veikindum og breyta markvisst neikvæðri orðræðu um geðsjúkdóma. Þannig tryggjum við að þau sem þarfnast geðheilbrigðisþjónustu njóti sömu virðingar og þau sem glíma við líkamleg veikindi. Efling geðheilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði í þessu samhengi. Margt hefur gerst í geðheilbrigðismálum á kjörtímabilinu Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld mikið á kjörtímabilinu og aðgengi að henni bætt um allt land. Í fyrsta lagi má nefna að á kjörtímabilinu hefur fjárveiting til geðþjónustu innan heilsugæslunnar stóraukist, en aukningin nemur rúmlega 800 milljónum króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 og á fjárlögum 2021 var samþykkt 540 milljóna króna viðbótarfjárveiting á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfaglegra geðheilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóreflt um land allt. Til dæmis hefur sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað úr 33 upp í um 66 á kjörtímabilinu. Geðheilsuteymi um land allt hafa verið fjármögnuð og hafa tekið til starfa en árið 2020 sinntu teymin rúmlega 2600 manns. Sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga hefur tekið til starfa, sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur og annað teymi fyrir fólk með þroskahömlum og skyldar raskanir. Til að bregðast sérstaklega við aðstæðum tengdum Covid-19 var í apríl 2020 sett á fót geðráð sem hefur það hlutverk að tryggja samhæfða upplýsingagjöf til notenda geðheilbrigðisþjónustu. Einnig sem viðbragð við Covid-19 faraldrinum hafa tveir stýrihópar verið stofnaðir, annars vegar til að vakta geðheilsu þjóðarinnar og hins vegar til að vakta lýðheilsu þjóðarinnar á tímum heimsfaraldurs. Í lok árs 2020 var boðað til geðheilbrigðisþings um stefnumótun og framtíðarsýn og nú er unnið að heildarstefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnan verður byggð á heilbrigðisstefnu. Hvert stefnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð? Mikilvægt er að halda áfram að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í geðheilbrigðismálum á síðastliðnu kjörtímabili. Í velferðarstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er meðal annars lögð áhersla á öfluga geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni og öflugar forvarnir þegar kemur að geðheilbrigði. Öllum þarf að gefast kostur á þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast og hafa rétt á, óháð búsetu, fjárhag og félagslegum aðstæðum. Með því að tryggja og efla þjónustuna drögum við líka úr fordómum. Ekki má gleymast að geðrænn vandi hefur ekki eingöngu áhrif á þau sem við hann glíma heldur umhverfi þeirra, aðstandendur og samfélagið í heild. Án fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu glatast dýrmætur mannauður og því er hagur allra að setja geðheilbrigðismálin í forgang. Það viljum við gera áfram. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Helga Margrét Jóhannesdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun