Lekt þak, brotið klósettrör og kaldur ofn Jón Pétursson skrifar 2. mars 2021 16:30 Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jón Pétursson Húsnæðismál Miðflokkurinn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Eins stærsta fjárfesting hvers og eins er húsnæði. Þeim fer fjölgandi sem kjósa að kaupa ekki húsnæði heldur leigja. Seinustu ár hefur leigufélögum sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á langtíma samninga fjölgað og er það vel. Húsnæðisöryggi er ein af grunnforsendum lífsgæða. Búferlaflutningar eru öllum dýrir hvort sem viðkomandi leigir eða kaupir og hafa margvísleg áhrif. Félagslegur kostnaður er yfirleitt vanmetinn, sem dæmi: að byrja í nýjum skóla eykur ekki aðeins álag á börn og foreldra, heldur skólana líka. Gallar eða fúsk? Í umræðunni undanfarin ár og misseri hefur mikið verið rætt um galla í nýbyggingum. Mest hefur verið rætt um myglu og rakaskemmdir en gallar geta líka verið af öðrum toga. Í eldri húsum er eðlilegt að eitthvað sé að en þá ber að sjálfsögðu að taka það fram við sölu eða leigu. Húsnæði má þó aldrei vera heilsuspillandi. Gallar á eldra húsnæði geta átt sér ýmsar skýringar. Yfirleitt hefur viðhaldi verið illa sinnt eða fúsk viðhaft. Við kaup á húsnæði ber seljanda að sjálfsögðu að upplýsa kaupanda um alla galla. Það er því miður ekki alltaf gert og eru dómsmál vegna galla í húsnæði, nýju eða gömlu, ófá. Hér á landi búum við svo vel að eiga mikið af hæfum iðnaðarmönnum. Því miður leynast inn á milli svartir sauðir. Þeir virðast endalaust geta haldið áfram störfum þrátt fyrir óvönduð vinnubrögð. Kannski er skýringin sú að okkur vantar iðnaðarmenn þrátt fyrir ítrekuð loforð um að efla iðnmenntun. Lög um mannvirki Um mannvirki gilda lög nr. 160/2010 í 57 gr. þeirra laga er fjallað um ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, beindi eftirfarandi spurningu til félags- og barnamálaráðherra: „ Hversu mörgum hönnuðum, byggingarstjórum eða iðnmeisturum hefur verið veitt áminning eða þeir verið sviptir starfsleyfi eða löggildingu vegna brota á ákvæðum laga, reglugerða eða samþykkta um skipulags- og byggingarmálefni, eða fyrir að hafa vanrækt hlutverk sitt og skyldur eða sýnt af sér ítrekaða eða alvarlega óvarkárni í starfi, sbr. 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki?“ Óvænt svar Meginmál svarsins var „Ekki hefur komið til þess að hönnuður, byggingarstjóri eða iðnmeistari hafi hlotið áminningu og misst löggildingu eða starfsleyfi á grundvelli 57. gr. laga nr. 160/2010, um mannvirki.“ Sjá hér (https://www.althingi.is/altext/151/s/0928.html) Vinnuskúrinn þrifinn Verktakafyrirtæki hafa orðið að bregða á það ráð að flytja inn iðnaðar og verkamenn sem margir hafa misjafnan bakgrunn. Það er þekkt að tungumálaerfiðleikar hafa orðið til þess að verk eru unnin á rangan hátt. Margir þekkja söguna um verkamennina sem voru beðnir um að þrífa vinnuskúrinn að afloknum vinnudegi en þegar verkstjórinn mætti til vinnu daginn eftir var búið að rífa skúrinn. Stóra húsnæðisbólan Á næstu tíu árum er áætlað að þurfi að byggja 30 þúsund íbúðir. Miðað við hvernig hefur gengið hingað til er ólíklegt að það takist. Það verður örugglega ekki gert með innlendum iðnaðarmönnum eingöngu. Hins vegar bera hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar ábyrgð á þessum framkvæmdum. Við stefnum í mikla bólumyndun á fasteignamarkaði sem þegar er byrjuð og mun á endanum springa. Ábyrgðin á bólumynduninni liggur fyrst og fremst hjá sveitarfélögunum en þau fara með skipulagsvaldið. Mörg þeirra eru ekki að standa sig þegar kemur að lóðaframboði. Skortur er á fasteignamarkaði, yfirverð er greitt fyrir húsnæði sem mun ekki breytast á meðan skortur er. Fólk kaupir því í neyð þær eignir sem eru í boði gallaðar eða ekki. Og enginn ber ábyrgð. Þess ber að geta að gallar geta komið fram að nokkrum árum liðnum. Mestur skortur á húsnæði er á höfuðborgarsvæðinu. Framboð umfram eftirspurn mun gefa fólki val sem leiðir til þess að bestu og vönduðustu eignirnar seljast, hinar ekki. Svörtu sauðirnir munu því heltast úr lestinni. Umræða um kjör og aðbúnað erlendra verka- og iðnaðarmanna er efni í annan pistil. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins og fulltrúi í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun