Nýju fötin keisarans Rúnar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 08:00 Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar