Sjálfsvíg eru raunveruleiki Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 28. febrúar 2021 11:00 Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ár hvert falla að meðaltali 39 einstaklingar fyrir eigin hendi. Sjálfsvíg er ein algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi á aldrinum 15 til 29 ára. Þá sérstaklega karlmenn þó kvenmenn reyni oftar sjálfsvíg. Algengara er að þær lifi sjálfsvígstilraunir af vegna aðferða sem þær kjósa en karlmenn eru líklegri til að láta lífið. Lífið eins og það blasir við þessum einstaklingum býður ekki upp á aðra kosti á því augnabliki. Það er sannleikur, sannleikur þeirra sem að sjá ekki leið út úr vonleysi og svartnætti. Geta ekki séð að morgundagurinn verði betri eða lífið hafi tilgang. Það að upplifa sig sem byrði á aðra, vera með brotna sjálfsmynd eða setja of miklar kröfur á sig er einungis brot af því sem að þessir einstaklingar geta verið að upplifa. Margir áhættuþættir eru tengdir sjálfsvígstilraunum sem dæmi eru það áföll, geðsjúkdómar, slæm félagsleg staða eða jafnvel fullkomnunarárátta. Er fullkomnunarárátta hættuleg? Stutta svarið er nei, ekki ein og sér. Margir vilja gera hlutina fullkomlega og líður vel. Rannsóknir hafa þó sýnt að þau persónueinkenni sem þeir sem fremja sjálfsvíg gætu átt sameiginlegt sé óttinn við niðurlægingu í tengslum við fullkomnunaráráttu. Önnur rannsókn sem að tekur saman niðurstöður margra rannsókna á tengslum fullkomnunaráráttu og sjálfsvíga sýndi fram á að fólk sem upplifir kröfur frá sjálfum sér og samfélaginu að vera fullkomin, þau eru líklegri en aðrir til sjálfsvígstilrauna. Sýnum, samþykkjum og hjálpum við að gera mistök Ef við kennum börnum snemma að gera mistök, kennum þeim að upplifa það í lagi og að allir geri mistök. Þá munum við uppskera einstaklinga sem finnst í lagi að gera ekki alltaf allt upp á tíu. Ef við stefnum að fullkomnun þá verðum við fyrir vonbrigðum því í flestu má gera betur. Sú hæfni að samþykkja eigin vankanta og annarra mun nýtast börnum okkar í framtíðinni. Menntakerfið hefur reynt að grípa þessi börn að einhverju leyti sem dæmi með því að banna strokleður og börn þurfa þá að sjá orð sem þau rita rangt en betur má ef duga skal. Það skal þó vera skýrt að það eru margar mismunandi ástæður fyrir sjálfsvígum og ekki algilt að þeir einstaklingar séu með fullkomnunaráráttu í grunninn. Það er einungis einn angi sem vert er að huga að. Menntakerfið og foreldrar Rannsóknir og greining skoðaði líðan unglinga í grunnskólum landsins árið 2020. Þar kom meðal annars í ljós að 39% nemenda hafa hugsað um að skaða sig einu sinni eða oftar. Þá hafa 22% skaðað sig einu sinni eða oftar. Það þarf fræðslu og verkfæri fyrir fólkið sem að sinnir börnum hvað mest. Það þarf geðfræðslu inn í námskrá skólanna. Þar sem að unnið er markvisst að því að efla sjálfsmynd barna, skilning á eigin hugsunum og tilfinningum. Kenna tilfinningastjórnun og tjáningu en til þess að það sé möguleiki þá þarf fjármagn og vilja hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skólakerfinu, stjórnmálamönnum og almenning. Það þarf einnig foreldrafræðslu sem allir hafa aðgang að, það kemur því miður engin handbók með foreldrastarfinu. Ef við byggjum ekki grunninn rétt með snemmtækri íhlutun og forvörnum þá munum við súpa seyðið af því aðgerðarleysi seinna meir. Hlustum og framkvæmum Það er erfitt að vera viðkvæmt barn með hugmyndir um að verða öðrum vonbrigði eða hafður að háði og verða svo ungmenni með enga sjáanlega leið út úr vanlíðan nema eina. Unga fólkið kallar eftir því að við hlustum á þau. Í annarri spurningu hjá Rannsóknum og greiningu var spurt hversu mikið traust unglingar beri til Alþingis og 51% svaraði frekar lítið eða mjög lítið. Þau vilja umræðu, forvarnir og fræðslu. Við getum bjargað lífum ef við tökum geðsjúkdóma og geðfræðslu alvarlega. Það virðist hafa verið gerð aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi í apríl árið 2018. Eftir hverju erum við að bíða? Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun