Barnalega bjartsýn Vala Rún Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:31 Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun