Staða sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:45 Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 25. febrúar 2021 fór fram á Alþingi umræða um um stöðu sjúkraþjálfara og talmeinafræðinga. Við þingmenn sem sitjum í velferðarnefnd Alþingis fengum fulltrúa þessara aðila til okkar á fund í vikunni og lýstu þau fyrir okkur frekar dökkri mynd, sérstaklega þegar verið var að ræða samskipti við Sjúkratryggingar Íslands, sem við daglega sjáum sem mikilvæga stofnun sem m.a. er ætlað að tryggja aðgengi og gæði þjónustu óháð efnahag. Núna horfum við upp á vaxandi vanda, biðlistar lengjast og reglugerðum er breytt til mikils óhagræðis bæði fyrir þjónustuveitendur og þiggjendur nauðsynlegrar þjónustu. Til að nefna eitt dæmi má benda á að nú nýverið var aflögð bráðameðferð þar sem einstaklingar höfðu tækifæri til þess að sækja tíma hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar frá heimilislækni. Þetta fyrirkomulag var vel nýtt en nú er búið að afleggja þetta þannig að nú hefur álag á heilsugæsluna aukist og nóg var nú fyrir. Það er merkilegt að hafa inni ákvæði að sjúkraþjálfarar eigi að hafa tveggja ára starfreynslu í 80% starfshlutfalli hið minnsta hjá hinu opinbera til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Það þýðir að sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar eiga enga von og þetta bitnar mest á minni stöðum á landsbyggðinni. Svar heilbrigðisráðherra við þessu var að nú væri búið að setja á stofn þverfagleg endurhæfingarteymi við heilsugæslurnar í landinu og það er gott en það breytir ekki því að íbúar á landsbyggðinni hafa ekki val um meðferðaraðila meðan að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa það val. Þeir geta áfram sótt endurhæfingu eða forvarnir til sjúkraþjálfara í einkarekstri. Það er mikilvægt að halda því til haga að einkarekstur er hluti af opinbera kerfinu svo framarlega sem Sjúkratryggingar Íslands semji við viðkomandi aðila. Þar stendur hnífurinn í kúnni, illa tekst að semja, Sjúkratryggingar Íslands herða skrúfuna, eins og er búum við við tvöfalt kerfi, kerfi sem búið var til og hannað af núverandi heilbrigðisráðherra, ábyrgðin er ráðherrans, nægir þar að nefna liðskiptaaðgerðir, sögu sem flestir þekkja því miður. Auk þessa snéri umræða dagsins að stöðu talmeinafræðinga, sömu kvaðir blasa við og enn og aftur er landsbyggðin undir, sérstaklega minni staðir. Nefndi ráðherra að Sjúkratryggingar Íslands væru að huga að fyrirtækjasamningum við talmeinafræðinga þannig að samið væri við einstaka fræðinga. Einnig nefndi heilbrigðisráðherra starfshóp sem mun skila tillögum fljótlega þar sem sérstaklega verði fjallað um stöðu landsbyggðarinnar og að möguleikar fjarheilbirgðisþjónustu hefði verið nefndur í því sambandi. Þessi svör ráðherra benda til algerrar uppgjafar, í stað þess að afnema kvaðirnar verður flækjustigið aukið. Það er sannað að snemmtæk íhlutun skiptir máli, við erum að ræða börn og því sætir það furðu að slíkar girðingar séu settar upp sem gera ekkert annað en að auka vandann auka biðina og vonleysið. Gjáin mun stækka milli landsbyggðar og höfuðborgar ef ekki næst að vinda ofan af þessum áformum. Fólk mun hugsa sig tvisvar um hvar það kýs að búa ef viðunnandi þjónusta er ekki fyrir hendi, þetta eru þeir hlutir sem skipta fólk máli og ráðherra ber að hlusta. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun