Borg er samfélag Alexandra Briem skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Alexandra Briem Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. Samt er þetta algjörlega nauðsynlegur hluti af nútíma borgarsamfélagi. Það verður að vera eitthvað sem grípur fólk sem annars gæti ekki fengið mat eða húsaskjól. Á Íslandi eru það sveitarfélögin, og borgin er þar í forystu. En það er hægt að gera betur. Það á ekki að vera erfitt og það á ekki að vera niðurdrepandi. Þess vegna vorum við að samþykkja í velferðarráði að breyta reglum um fjárhagsaðstoð í Reykjavík og senda þær áfram til borgarráðs til staðfestingar. Kerfið á ekki bara að tryggja grunnframfærslu. Það á líka að tryggja að börn fái aðgang að þjónustu samfélagsins, óháð stöðu foreldra þeirra. Þess vegna er skýrt kveðið á um það í nýju reglunum að foreldrar á fjárhagsaðstoð fái stuðning til að greiða fyrir leikskólavist í átta tíma á dag, eða frístund með grunnskóla, ásamt máltíðum og síðdegishressingu eftir því sem við á fyrir börn sín á sama tíma og umsóknarferlið einfaldað. Kerfið á ekki bara að horfa til fastra stærða og hunsa aðstæður fólks. Þess vegna aukum við svigrúm vegna tekna fyrri mánaða fyrir fólk sem er að koma úr öðrum kerfum, svosem úr endurhæfingu. Kerfið á að hafa samúð og hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda, þess vegna hækkum við heimildir til útfararstyrkja og til að sækja sérhæfða þjónustu. Kerfið á ekki að festa fólk í fátæktargildru heldur hjálpa fólki að standa á eigin fótum og bæta eigið líf. Þess vegna rýmkum við til muna takmarkanir á námsstyrkjum vegna náms á framhaldsskólastigi, fjarlægt aldurshámark og afnumið kröfu um að nám leiði til náms á háskólastigi, og opna þar með fyrir möguleika á styrkjum til verk- og iðnnáms sem ekki eru lánshæf. Kerfið á að vera einfalt í notkun og aðgengilegt, þess vegna er lögð áhersla á rafræna þjónustu sem fólk getur sótt á eigin tíma eftir eigin hentisemi, og öfluga framlínu og ráðgjafaþjónustu sem hægt er að leita til ef aðstoðar er þörf. Það er fleira sem við viljum breyta og bæta, en þessi atriði eru brýn og ég er stolt af því að við í Pírötum höfum tekið þátt í þeirri vinnu sem leiðir til þessara breytinga. Reykjavíkurborg á að vera áfram leiðandi í þjónustu við íbúana. Höfundur er fulltrúi Pírata í Velferðarráði Reykjavíkurborgar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun