Áskoranir við verðmat sprotafyrirtækja Örn Viðar Skúlason skrifar 23. febrúar 2021 13:01 Frumkvöðlar, sem eðlilega eru með hugann við uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækis síns, hafa í auknum mæli gripið til einfaldari aðferða við verðmat á fyrirtækinu fyrir samtal sitt við fjárfesta um fjármögnun. Ein þeirra aðferða er svokölluð 4x eða 5x aðferð. Aðferðin gerir ráð fyrir að verðmæti félags eftir fjármögnun sé fjórföld eða fimmföld sú fjárhæð sem félagið nær til sín í umræddri fjármögnun. Gengið er út frá því að fjárfestar horfi almennt til þess að eignast 20 - 25% í félaginu í sérhverri fjármögnun. Það er eðlilegt, þar sem flestir fagfjárfestar skilja mikilvægi þess að frumkvöðlar haldi áfram verulegri stöðu í félaginu. Það er jú drifkraftur þeirra sem fjárfestirinn veðjar á og því má ekki taka úr sambandi fjárhagslega hvata frumkvöðlanna með því að þynna eignarhald þeirra um of með aðkomu fjárfesta. Einföld nálgun, en oft afleit útfærsla Í mörgum tilfellum er það útfærslan á þessari nálgun sem ruglar málið. Ætli frumkvöðull að leita eftir 30 m.kr. frá fjárfestum og fjárfestirinn eignast 25% í félaginu, þá er félagið þannig 120 m.kr. virði samkvæmt þessari nálgun. Ef hann leggur upp stærri áform og ákveður að sækja 100 m.kr. frá fjárfestum, þá er félagið 500 m.kr. virði eftir fjármögnun. Þetta er sama félagið, félag á hugmyndastigi, án vöru og án tekna. Hvernig gerðist þetta? Hvað ef frumkvöðlar skjóta yfir? Fjármögnun sprotafyrirtækja er eitt tímafrekasta verkefni frumkvöðla. Þegar búið er að loka einni fjármögnun þarf gjarnan að huga að þeirri næstu. Væri þá betra að sækja hærri upphæð og skapa sér svigrúm til lengri tíma svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingunni? Þó það gangi upp í einstaka tilfellum, getur of hátt verðmat oft orðið til þess að ekkert gengur í fjármögnun sprotafyrirtækja á frumstigi. Félagið hefur kastað frá sér tækifæri til að laða að álitlega fjárfesta þar sem þeir horfðu með öðrum hætti á verðmat fyrirtækisins og afþökkuðu aðkomu á þeim formerkjum. Það er þetta fólk sem fjárfestirinn sá fyrir sér að eiga náið samstarf við um uppbyggingu félagsins næstu 8-12 árin og þó metnaður skipti þar miklu máli, þarf raunsæi líka að vera til staðar. Það er líka svo að fjárfestar leita almennt leiða til að draga úr áhættu sinni. Hvað hefur félagið að gera með rekstrarfé til tveggja ára í bankanum þegar það er komið stutt á veg og óvissa um framgang þess er mikil? Eðlilegra er því að vænta þess að fjárfestar fjármagni félagið í áföngum, að þeir fái séð að félagið geti staðið við áformin og stóru orðin með því að ljúka einstökum áföngum í vegferðinni. Á þeim tíma kynnist fjárfestirinn félaginu og þegar það gengur eftir er fjárfestirinn gjarnan tilbúinn að fylgja fjárfestingunni eftir og bæta við hana á verðmati sem þá hefur vissulega hækkað í takt við framþróun félagsins. Hvað ef frumkvöðlar skjóta undir? En hvað ef hógværðin ræður ríkjum og frumkvöðlar semja af sér? Þeir verðmeta félagið kannski of lágt og þynnast mikið út? Eru þeir þá ekki bara farþegar í fyrirtæki sem fjárfestarnir eiga stærstan hluta í og verða nánast eins og hver annar starfsmaður? Það er auðvitað hin hlið málsins. Flestir fjárfestar sem þekkja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum þekkja þó mikilvægi þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna. Þeir eru sá drifkraftur sem fjárfestarnir treysta á til tryggja góða ávöxtun við sölu félagsins síðar meir. Það að rýra fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna mikið er þannig alls ekki skynsamlegt fyrir fjárfesta. Þegar við horfum til þess að frumkvöðlar veiti við hverja fjármögnun 20-25% hlut má segja að staða frumkvöðla við sölu félagsins eftir margra ára þróun og uppbyggingu þess fari annars vegar eftir þeim tíma sem það tekur að byggja það upp og hins vegar eftir því fjármagni sem þarf til uppbyggingarinnar. Almenn heilræði um verðmat og fjármögnun Það er engin ein rétt leið til að standa að verðmati og fjármögnun sprotafyrirtækja. Það fer eftir fjölmörgum þáttum og aðstæðum hvers og eins. Nokkur almenn heilræði er samt vert að hafa í huga. ·Varastu óraunhæfar hugmyndir um verðmat fyrirtækis á fyrstu stigum. ·Leggðu ríka áherslu á að tryggja nægilegt fjármagn til að stíga fyrstu skrefin í vegferðinni. ·Horfðu til skilgreindra áfanga (value triggers), til dæmis 6 – 12 mánuði fram í tímann. ·Stilltu upp grófri áætlun um áætlaða fjármögnun og vænta þynningu frumkvöðla. ·Tekjur eru einn mikilvægasti mælikvarði árangurs og staðfesting á viðskiptamódeli. ·Byggðu upp og viðhaltu góðu sambandi við líklega fjárfesta. Fjármögnun er langhlaup. Mikilvægara er að fá inn fjármagn og komast af stað með fyrirtæki og leyfa verðmæti þess að vaxa jafnt og þétt, heldur en að halda í óraunhæft verðmat og sitja jafnvel eftir með sárt ennið og ekkert fjármagn. Úr því verða engin verðmæti. Höfundur er fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hagverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Frumkvöðlar, sem eðlilega eru með hugann við uppbyggingu og þróun sprotafyrirtækis síns, hafa í auknum mæli gripið til einfaldari aðferða við verðmat á fyrirtækinu fyrir samtal sitt við fjárfesta um fjármögnun. Ein þeirra aðferða er svokölluð 4x eða 5x aðferð. Aðferðin gerir ráð fyrir að verðmæti félags eftir fjármögnun sé fjórföld eða fimmföld sú fjárhæð sem félagið nær til sín í umræddri fjármögnun. Gengið er út frá því að fjárfestar horfi almennt til þess að eignast 20 - 25% í félaginu í sérhverri fjármögnun. Það er eðlilegt, þar sem flestir fagfjárfestar skilja mikilvægi þess að frumkvöðlar haldi áfram verulegri stöðu í félaginu. Það er jú drifkraftur þeirra sem fjárfestirinn veðjar á og því má ekki taka úr sambandi fjárhagslega hvata frumkvöðlanna með því að þynna eignarhald þeirra um of með aðkomu fjárfesta. Einföld nálgun, en oft afleit útfærsla Í mörgum tilfellum er það útfærslan á þessari nálgun sem ruglar málið. Ætli frumkvöðull að leita eftir 30 m.kr. frá fjárfestum og fjárfestirinn eignast 25% í félaginu, þá er félagið þannig 120 m.kr. virði samkvæmt þessari nálgun. Ef hann leggur upp stærri áform og ákveður að sækja 100 m.kr. frá fjárfestum, þá er félagið 500 m.kr. virði eftir fjármögnun. Þetta er sama félagið, félag á hugmyndastigi, án vöru og án tekna. Hvernig gerðist þetta? Hvað ef frumkvöðlar skjóta yfir? Fjármögnun sprotafyrirtækja er eitt tímafrekasta verkefni frumkvöðla. Þegar búið er að loka einni fjármögnun þarf gjarnan að huga að þeirri næstu. Væri þá betra að sækja hærri upphæð og skapa sér svigrúm til lengri tíma svo hægt sé að einbeita sér að uppbyggingunni? Þó það gangi upp í einstaka tilfellum, getur of hátt verðmat oft orðið til þess að ekkert gengur í fjármögnun sprotafyrirtækja á frumstigi. Félagið hefur kastað frá sér tækifæri til að laða að álitlega fjárfesta þar sem þeir horfðu með öðrum hætti á verðmat fyrirtækisins og afþökkuðu aðkomu á þeim formerkjum. Það er þetta fólk sem fjárfestirinn sá fyrir sér að eiga náið samstarf við um uppbyggingu félagsins næstu 8-12 árin og þó metnaður skipti þar miklu máli, þarf raunsæi líka að vera til staðar. Það er líka svo að fjárfestar leita almennt leiða til að draga úr áhættu sinni. Hvað hefur félagið að gera með rekstrarfé til tveggja ára í bankanum þegar það er komið stutt á veg og óvissa um framgang þess er mikil? Eðlilegra er því að vænta þess að fjárfestar fjármagni félagið í áföngum, að þeir fái séð að félagið geti staðið við áformin og stóru orðin með því að ljúka einstökum áföngum í vegferðinni. Á þeim tíma kynnist fjárfestirinn félaginu og þegar það gengur eftir er fjárfestirinn gjarnan tilbúinn að fylgja fjárfestingunni eftir og bæta við hana á verðmati sem þá hefur vissulega hækkað í takt við framþróun félagsins. Hvað ef frumkvöðlar skjóta undir? En hvað ef hógværðin ræður ríkjum og frumkvöðlar semja af sér? Þeir verðmeta félagið kannski of lágt og þynnast mikið út? Eru þeir þá ekki bara farþegar í fyrirtæki sem fjárfestarnir eiga stærstan hluta í og verða nánast eins og hver annar starfsmaður? Það er auðvitað hin hlið málsins. Flestir fjárfestar sem þekkja til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum þekkja þó mikilvægi þess að tryggja fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna. Þeir eru sá drifkraftur sem fjárfestarnir treysta á til tryggja góða ávöxtun við sölu félagsins síðar meir. Það að rýra fjárhagslega hagsmuni frumkvöðlanna mikið er þannig alls ekki skynsamlegt fyrir fjárfesta. Þegar við horfum til þess að frumkvöðlar veiti við hverja fjármögnun 20-25% hlut má segja að staða frumkvöðla við sölu félagsins eftir margra ára þróun og uppbyggingu þess fari annars vegar eftir þeim tíma sem það tekur að byggja það upp og hins vegar eftir því fjármagni sem þarf til uppbyggingarinnar. Almenn heilræði um verðmat og fjármögnun Það er engin ein rétt leið til að standa að verðmati og fjármögnun sprotafyrirtækja. Það fer eftir fjölmörgum þáttum og aðstæðum hvers og eins. Nokkur almenn heilræði er samt vert að hafa í huga. ·Varastu óraunhæfar hugmyndir um verðmat fyrirtækis á fyrstu stigum. ·Leggðu ríka áherslu á að tryggja nægilegt fjármagn til að stíga fyrstu skrefin í vegferðinni. ·Horfðu til skilgreindra áfanga (value triggers), til dæmis 6 – 12 mánuði fram í tímann. ·Stilltu upp grófri áætlun um áætlaða fjármögnun og vænta þynningu frumkvöðla. ·Tekjur eru einn mikilvægasti mælikvarði árangurs og staðfesting á viðskiptamódeli. ·Byggðu upp og viðhaltu góðu sambandi við líklega fjárfesta. Fjármögnun er langhlaup. Mikilvægara er að fá inn fjármagn og komast af stað með fyrirtæki og leyfa verðmæti þess að vaxa jafnt og þétt, heldur en að halda í óraunhæft verðmat og sitja jafnvel eftir með sárt ennið og ekkert fjármagn. Úr því verða engin verðmæti. Höfundur er fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og hagverkfræðingur með meistarapróf í fjármálum fyrirtækja.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun