Ráðherra segir NEI Guðbrandur Einarsson skrifar 23. febrúar 2021 10:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Heilbrigðismál Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við verulegan vanda í áratugi. Þessi vandi er margþættur: mönnunarvandi, húsnæðisvandi, fjármögnunarvandi en einnig samskiptavandi sem oft hefur blossað upp og þá sett stofnunina í mjög erfiða stöðu. Því miður hefur ekki verið bætt úr þessu þrátt fyrir hróp úr samfélaginu, ályktanir bæjarstjórna á svæðinu eða framlagningu skýrslna sem staðfesta að verulega hefur hallað á svæðið þegar kemur að útdeilingu fjármagns til svæðisins þ.m.t. til heilbrigðisstofnanna. Jákvæðar breytingar á höfuðborgarsvæðinu Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu glímdu við svipaðan vanda á sínum tíma en breytingingar voru gerðar á rekstrarfyrirkomulagi þeirra á árinu 2017. Þá var fjármögnun kerfisins breytt og þremur einkareknum heilsugæslustöðvum veitt heimild til rekstrar. Þessar breytingar hafa gert það að verkum að mönnunarvandi er lítill ef nokkur og staða heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins önnur og betri en staða heilsugæslu á landsbyggð. Um síðustu áramót tóku síðan í gildi samskonar fjármögnunarreglur heilsugæslu á landsbyggð og hafa gilt fyrir höfðuborgarsvæðið síðan 2017. Ráðherra ræður Þrátt fyrir að nýjar reglur hafi tekið gildi á landsbyggð og þrátt fyrir að það fyrirkomulag hafi gefist vel höfuðborgarsvæðinu, ætlar heilbrigðisráðherra ekki að heimila rekstur einkarekinnar heilsugæslu á landsbyggð. Þess í stað mun hún standa í vegi fyrir uppbyggingu einkarekinnar heilsugæslu hér á Suðurnesjum þrátt fyrir beiðni þar um. Þarna gætir tvískinnungs. Ég hef vitneskju um að einkarekin heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú heilsugæslu út á landi vegna erfiðleika við að manna stöður og enginn segir neitt við því. Til hvers er verið að setja nýjar reglur ef ekki má síðan fara eftir þeim? Hvers vegna þarf að fara hægt í sakirnar á landsbyggðinni þegar fyrirkomulagið hefur verið fullreynt á höfðuðborgarsvæðinu og gefist vel þar? Einkarekstur heilsugæslu er ekki einkavæðing Við hér á Íslandi höfum verið sammála um að hafna einkavæðingu grunnþjónustu en með því að heimila einkarekstur tiltekinnar þjónustu þýðir alls ekki að verið sé að einkavæða hana. Um einkareiknar heilsugæslustöðvar gilda nákvæmlega sömu reglur og opinberar. Verðskrá er ákveðin af ríki og óheimilt er að greiða út arð til eigenda sem þurfa að vera hópur lækna en ekki einhverjir fjárfestar í bisness. Þær þúsundir sem leitað hafa til höfuðborgarsvæðisins og skráð sig á heilsugæslu þar, eru flestar skráðar á einkareknar heilsugæslustöðvar. Því fæ ég ekki skilið hvers vegna ekki má heimila einkarekna heilsugæslu á Suðurnesjum sem gæti tekið til starfa með skömmum fyrirvara og leyst þann vanda sem verið hefur til staðar um árabil. Einkareknar þjónustustofnarnir út um allt Á Íslandi hafa einkareknar þjónustustofnanir þrifist ágætlega við hlið opinberra stofnana. Við höfum ekki einu sinni verið að velta fyrir okkur rekstrarfyrirkomulagi þeirra heldur notið þjónustunnar sem hefur verið til fyrirmyndar. Við leitum t.d. eftir þjónustu hjá NFLÍ í Hveragerði eða á Reykjalundi. SÁÁ veitir gríðarlega mikilvæga heilbrigðisþjónustu og svo mætti lengi telja. Rekstrarfyrirkomulag þessara stofnana hefur ekkert truflað okkur og við lítum á þær sem hluta af okkar sterka heilbrigðiskerfi. Pólitíkin að rugla í ríminu Ég fæ ekki betur séð en að andstaðan við einkarekna heilsugæslu sé fyrst og fremst af pólitíkum toga, byggð á þeirri hugmyndafræði að grunnþjónusta skuli fyrst og síðast vera á hendi opinberra aðila. Einhverjir stjórnmálamenn virðast síðan telja það nýtast í sínum pólitíska framgangi að rugla fólk í ríminu með því að tala stöðugt um einkavæðingu þegar um er að ræða einkarekstur. Ég vil hins vegar líta á það sem skyldu mína að reyna að bæta þjónustu við íbúa burtséð frá því hvert rekstrarfyrirkomulagið er. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar