Lífið að veði Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 19:31 Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið. Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum þeim sem stunda heilbrigðisþjónustu og ekki lúta ríkisforsjá er löngu kunn. Einstakur velvilji hennar í garð einkarekinnar heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum er einnig vel þekktur. Þessi meinloka ráðherrans eða trúarsannfæring hefur birst í ýmsum myndum. Skorin hefur verið upp herör gegn frjálsum félagasamtökum, einstaklingum og félögum sem koma að heilbrigðismálum og forvörnum s.s. Hugarafli og Rauða krossinum þar sem ráðherra fór reyndar sneypuför varðandi sjúkrabílarekstur góðu heilli. SÁA hefur ekki farið varhluta af stefnu ráðherra og hefur þingið ítrekað orðið að grípa inn í og tryggja fjárframlög þó ekki að því marki sem Miðflokkurinn hefur lagt til. Hert hefur verið að sjúkraþjálfurum þannig að rekstur einherja og annar smærri rekstur er í hættu. Algert bann er við því að eiga viðskipti við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu s.s. Klínikinni varðandi liðskiptaaðgerðir þrátt fyrir að biðlistar eftir slíkum aðgerðum hafi líklega aldrei verið lengri. Covid ástandið hefur bætt gráu ofan á svart því ekki hefur verið unnt að senda fólk á einkaklínik í Svíþjóð sem Sjúkratryggingar hafa samning við og kosta tvö og hálffalt á við aðgerðir Klínikurinnar. Í þessu sambandi má einnig minnast á að sérfræðilæknar í einkarekstri eru samningslausir og hafa verið í nokkurn tíma sem bitnar einkum á efnaminni sjúklingum. Aðför að heilsu kvenna En nú tekur steininn úr lesandi góður. Nýlegar ráðstafanir heilbrigðisráðherra varðandi skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum hefur sett fjölda kvenna í hættu. Strokusýni úr leghálsi þúsunda kvenna lentu á hrakhólum nýlega þar til þau voru send til einkaaðila í Danmörku. Brögð eru að því að sýni hafi misfarist og þurfi því að taka ný. Ljóst er einnig að sending til Danmerkur er tímafrekari og verður til þess að mikilvæg þekking hverfur úr landi á mati sérfræðinga. Það er háalvarlegt mál að draga konur á svari og hætta einnig á að nauðsynlegar meðferðir tefjist. Sama er uppi á teningnum hvað brjóstaskimun snertir. Lengri tíma tekur nú en áður að fá brjóstaskimun og konur bíða lengur eftir greiningu og upphafi meðferðar. Þær bíða kvíðnar og óttaslegnar með lífið að veði. Ekki þarf að benda á að hvorutveggja krabbamein eru algeng og illvíg og brýnt er að greining sé fljótvirk og að skammur tími líði þar til meðferð hefst. Upp á hvort tveggja hefur sárlega skort undanfarandi. Sérfræðingar segja ástandið aðför að heilsu kvenna. Það er því ekki að ófyrirsynju að konur hafa myndað grasrótarsamtök sem einmitt heita ,,Aðför að heilsu kvenna“ og hefur skráning í samtökin verið með ólíkindum undanfarna sólarhringa en sýnir einnig hversu brýnt málefnið er. Nú þegar þarf að vinda ofan af röngum ákvörðunum, færa rannsóknir til landsins að nýju og tryggja konum viðunandi öryggi og viðunandi greiningar og meðferðir. Vonandi láta nýju samtökin til sín heyra með ótvíræðum hætti. Vonandi fylkja allir sér um samtökin og baráttu þeirra, bæði konur og karlmenn. Það væri viðeigandi að mótmæla núverandi ástandi með áberandi hætti þann 8. mars n.k. á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun