Auðnir Íslands - fegurð eða fánýti? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun