Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Vigdís Hallgrímsdóttir og Vilhelmína Haraldsdóttir skrifa 30. janúar 2021 07:00 Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtu fimm norræn félög um dánaraðstoð yfirlýsingu þar sem þau hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um að fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja. Hvað er átt við þegar talað er um dánaraðstoð? Í stuttu máli er það þegar læknir ávísar eða gefur sjúklingi lyf í þeim tilgangi að valda dauða hans. Það hefur verið kallað líknardráp (enska, euthanasia). Þessi hugsun felur í sér að sjúklingur hafi rétt til þess að setja þær skyldur á aðra manneskju að deyða sig. Það þarf því ekki að koma á óvart að margt heilbrigðisstarfsfólk hefur verið mótfallið þessum hugmyndum, enda vekja þær upp margar siðferðilegar spurningar og stríða gegn siðareglum heilbrigðisstarfsfólks. Reynsla okkar úr starfi sem læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinnt hafa einstaklingum sem greinst hafa með lífsógnandi sjúkdóm, er sú að snemma í sjúkdómsferlinu óttist margir aðdraganda dauðans, þjáningu og að vera öðrum háður. Margir telja að þegar sjúkdómurinn versni muni þeir heldur vilja deyja en að lifa með skerta heilsu og færni. Það er reynsla okkar að þegar á hólminn er komið hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir beinni dánaraðstoð eða líknardrápi, hitt er algengara að eftir því sem heilsunni hrakar, því fastar heldur fólk í lífið. Það er því mikilvægt að sjúklingar hafi tækifæri til að ræða um þennan ótta og þá meðferðarmöguleika sem í boði eru. Á undanförnum árum hafa miklar framfarir verið í líknarmeðferð og í meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok. Líknarmeðferð er veitt samhliða annarri meðferð strax frá greiningu lífsógnandi sjúkdóms með það að markmiði að bæta lífsgæði. Líknarmeðferð er því oft veitt árum saman. Á sama hátt hefur meðferð hjá einstaklingum sem eru við lífslok þróast með tilkomu nýrra lyfja og meðferða. Þegar ljóst er að andlát er yfirvofandi er markmiðið alltaf að lina þjáningar en ekki að stytta líf. Ósk okkar allra er að lifa og deyja með reisn og því er mikilvægt að auka umræðu um meðferðarmarkmið. Það er að segja að markmið meðferðar byggi á óskum og gildum sjúklingsins en líka á því sem raunhæft er að ná fram með læknisfræðilegum inngripum. Á sama hátt þarf að ræða hvenær hætta skuli meðferð, til dæmis öndunarvélameðferð á gjörgæsludeildum þegar ekki er von um bata. Samkvæmt heilbrigðislögum á sjúklingur rétt á bestu mögulegu meðferð sem hægt er að veita hverju sinni. Hann á líka rétt á að hafna meðferð. Það er hins vegar bæði ólöglegt og stangast á við siðferðileg gildi að deyða mann. Umræðan um dánaraðstoð eða líknardráp er afar skammt á veg komin á Íslandi og kemur fyrst og fremst frá þeim hagsmunasamtökum sem berjast fyrir lögleiðingu. Það er afar mikilvægt að umræða um dánaraðstoð eigi sér stað í samfélaginu og fleiri þurfa að taka þátt í henni þannig að ólík sjónarmið komi fram. Mikilvægt er að umræðan snúist um hvernig heilbrigðisþjónustu við veitum og að hún byggist álæknisfræðilegum og siðfræðilegum grunni en ekki eingöngu á lögfræðilegri nálgun. Kristín Lára Ólafsdóttir Sérfræðingur í líknarhjúkrun í líknarráðgjafateymi Landspítala Sigríður Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands Valgerður Sigurðardóttir Yfirlæknir sérhæfðrar líknarþjónustu á Landspítala Vigdís Hallgrímsdóttir Forstöðumaður krabbameinsþjónustu á Landspítala Vilhelmína Haraldsdóttir Læknir, sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar