Hver vegur að heiman er vegurinn heim Jódís Skúladóttir skrifar 27. janúar 2021 11:30 Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun