Þreytt og komin með nóg Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 26. janúar 2021 08:00 Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fengi fólk spurninguna: „Hvernig myndir þú lýsa háskólastúdent?“, myndu eflaust mörg svara einhverju í áttina „að stúdentar eru þreyttir, fátækir og borða einungis pakkanúðlur.“ Það er vegna þess að stjórnvöld hafa stuðlað að því að stúdentar passi inn í þessa staðalímynd með sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi stúdenta. Ég hef verið á þeim stað, þar sem ég hef þurft að velja á milli þess að stunda nám mitt af heilum hug eða sjá til þess að ég geti mætt útgjöldum mínum. Þetta hefur leitt til þess að ég hef oft þurft að forgangsraða vinnunni minni fram yfir námið mitt, vegna þess að án vinnunnar myndi ég ekki eiga efni á að stunda nám. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að ég er ekki ein í þeirri stöðu. Við búum við þann raunveruleika að 72% íslenskra stúdenta vinna til þess að geta stundað nám en það er hæsta hlutfall stúdenta á norðurlöndunum, sem er skammarlegt. Þetta hlutfall er úr EUROSTUDENT könnun fyrir árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn, því má álykta að staða stúdenta hafi versnað til muna. Þú hugsar kannski með þér: „Nú, hvað með lánasjóðinn? Á hann ekki að sjá til þess að fólk geti stundað nám án tillits til efnahags?“ Það er jú markmið sjóðsins að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. En þá velti ég fyrir mér hvort það sé verið að veita stúdentum ásættanlega aðstoð ef 31% stúdenta eiga í fjárhagslegum erfiðleikum. Er verið að stuðla að því að stúdentar leiti út á vinnumarkað til að framfleyta sér samhliða því að vera á framfærslulánum, sem hefur þá áhrif á námið? Einmitt svo, enda telja 25% stúdenta að vinnan hafi áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Það liggur ákveðinn bragur yfir umræðunni um stúdenta og námslán sem lýsir sér þannig að gefið er til kynna að stúdentar séu nýskriðin úr framhaldsskóla og að námslánin séu gjöf til stúdenta. Námslán eru ekki gjöf. Stúdentar greiða námslánin sín til baka (að undanskyldum 30% niðurfærslu á höfuðstóli námslánsins ef stúdent klárar námið sitt á þeim tíma er skipulag námsins segir til um) og stúdentar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Einhleypur og barnlaus stúdent í leigu- eða eigin húsnæði á rétt á 112.312 kr. á mánuði í grunnframfærslu frá Menntasjóðnum. Með viðbótarláni með tilliti til húsnæðis, sem er 77.188 kr. á mánuði, getur stúdent fengið framfærslu sem samsvarar 189.500 kr. á mánuði. Til samanburðar eru lágmarkslaun fyrir fullt starf 351.000 kr. á mánuði og atvinnuleysisbætur, miðað við 100% bótarétt, 307.430 kr. á mánuði. Á sama tíma skerðist námslánið ef tekjur stúdents eru umfram 1.364.000 kr. á ári. 45% þeirra árlegu tekna sem eru umfram koma til frádráttar á námsláni. Stúdentar eru þreyttir á því að ár eftir ár er krafist úrbóta í þessum málum — og ár eftir ár hafa sáralitlar breytingar orðið.Það er búið að rífa göt í öryggisnetið þeirra sem gerir það að verkum að það annað hvort grípur ekki alla eða er svo tætt að það megi ekki við því að verða fyrir frekara raski. Grunnframfærslan á að duga stúdentum til að framfleyta sér og veita þeim tækifæri til að stunda nám án fjárhagsörðugleika. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Eiga stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Eiga stúdentar ekki skilið hærri grunnframfærslu? from Stúdentaráð on Vimeo.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun