Sorgarsaga Brynjar Níelsson skrifar 22. janúar 2021 11:06 Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Brynjar Níelsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun