Þrjár áskoranir ársins '21 Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. janúar 2021 10:30 Eitt, Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Ef skaðinn af annari bylgju verður minni þá verða einnig veikari rök fyrir því að beita sóttvarnaraðgerðum sem leiðir til þess að bylgjan verður væntanlega stærri og lengri fyrir vikið. Er það réttlætanlegt af því að við forðumst alvarlegustu afleiðingarnar eða er faraldurinn nægilega slæmur fyrir óvarða hópa til þess að réttlæta áfram sóttvarnaraðgerðir? Það er óljóst eins og er en hvort sem er þá mun það valda ýmis konar vanda, annað hvort vegna veikinda og eftirkasta af þeim eða vegna sóttvarnaraðgerða sem verður gripið til. Hvaða ráðstafanir stjórnvöld munu grípa til og hversu lengi fram eftir ári, er óljóst ennþá. Þess vegna verður þetta fyrsta áskorun ársins ‘21, hvernig við klárum Kófið. tvö Einhvern tíma munu orðin „þetta er búið” vera sögð. Það þýðir að hvað sem gerist þá boðar það endalok sóttvarnarráðstafanna, takmarkanna á landamærum og sérstakra stjórnvaldsviðbragða vegna faraldursins. Þá mun taka við tími endurreisnar og uppbyggingar í kjölfar faraldursins. Verkefni sem stjórnvöld hafa þegar klúðrað að miklu leyti og endurspeglast í því atvinnuleysi sem blasir við okkur í dag. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun síðastliðið vor að vonast til þess að faraldurinn yrði stuttur. Að ferðamenn gætu komið hingað í stórum hópum strax um sumarið. Þess vegna var markaðsátak fyrir ferðamenn hluti af fyrstu viðbrögðum stjórnvalda. Réttara viðbragð hefði verið að búast við lengri faraldri en vonast eftir styttri. Ef stjórnvöld hefðu gert ráðstafanir frá upphafi til að bregðast við mörgum mánuðum af sóttvarnaraðgerðum þá hefðu lausnirnar verið allt öðruvísi. Stjórnvöld hefðu ekki sett ferðaþjónustuna bara í biðstöðu heldur einnig tryggt uppbyggingu varanlegra nýrra starfa líkt og stjórnarandstaðan lagði til. Þegar það verður sagt að Kófið sé búið þá verður partý. En það verða líka smit. Það verður atvinnuleysi og stutt í kosningar. Mögulega mjög stutt. og þrjú Kosningar eru þriðja augljósa áskorunin á árinu ‘21. Kosningarnar verða uppgjör á stjórnarsamstarfi íhalds og þrjósku, því sama hvað þá var núverandi ríkisstjórn mynduð til þess að klára kjörtímabilið. Sama hvaða það kostaði. Hvað kostaði þetta stjórnarsamstarf? Til að byrja með endalaust vesen með réttarkerfi landsins. Það sem öllum hefði átt að vera augljóst þurfti málarekstur alla leið inn í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Málarekstur til einhverrar nefndar sem er í pólitísku ati, eins og komist hefur verið að orði. Þessi “breiða” samstaða ólíkra flokka hefur gert það að verkum að stefna stjórnvalda er stefna hins minnsta samnefnara. Ekkert þokast áfram í stjórnarskrármálum. Byggðarsjónarmið eru enn í höndum kvótagreifanna. Neyðarástand var á bráðamótttöku rétt áður en faraldurinn fór af stað. Atvinnuástandið er í molum af því að einn af flokkunum útilokar opinberar lausnir. Geðþótti ræður ræður för á meðan faglegum vinnubrögðum er hafnað, eins og skaðaminnkun í fíkniefnamálum og nýsköpun til þess að bregðast við atvinnuvanda í heimsfaraldri. Kosningarnar ‘21 verða ákveðið uppgjör við fortíðina. Hvort fólk vilji sömu stjórnmál og áður. Stjórnmál sem hafa leyft sérhagsmunum að ráða för í byggðamálum, atvinnumálum og réttindamálum. Þar sem lýðræðið hefur ekki fengið að ráða og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu er enn og aftur stungið undir stólinn. Ég skil vel að það er erfitt að velja að gera hlutina öðruvísi en áður. Skrattinn sem þú þekkir, og allt það. Ég skil vel að það sé erfitt að horfa framhjá glansmynd kosningabaráttunnar, inn í djúpan raunveruleika þess pólitíska valdakerfis sem hefur ráðið för hérna allt of lengi. Ég skil það vel þegar það er sagt að ákveðinn flokkur þurfi nú að vera sterkur til þess að geta leitt saman einn og annan inn í nýja tíma - en þó að ég skilji, þá er ég ósammála. Það sem við þurfum er meira lýðræði. Meira gagnsæi. Meiri ábyrgð og það er bara einn flokkur sem hefur barist fyrir þeim gildum umfram allt annað og alla aðra og það eru Píratar. Það þýðir að sama hvaða stjórn tekur við eftir næstu kosningar, þá þarf sterkan þingflokk Pírata. Til þess að krafan um ábyrgð valdamanna skili sér. Til þess að tryggt verði að lýðræðislegar niðurstöður skili sér í verki. Til þess að málefnin fái að ráða en ekki sérhagsmunirnir. Munum við yfirstíga áskoranir ársins ‘21? Á einn eða annan hátt munum við að sjálfsögðu gera það. Hvað gerist næst er hins vegar stóra spurningin og þar er valið í þínum höndum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eitt, Við eigum enn eftir um hálft ár af Kófinu áður en búist er við að bólusetningar nái hjarðónæmismarkmiðum. Á þeim tíma verða þó viðkvæmir hópar og forgangshópar varðir. Það þýðir að skaðinn af annari bylgju yrði minni. Ef skaðinn af annari bylgju verður minni þá verða einnig veikari rök fyrir því að beita sóttvarnaraðgerðum sem leiðir til þess að bylgjan verður væntanlega stærri og lengri fyrir vikið. Er það réttlætanlegt af því að við forðumst alvarlegustu afleiðingarnar eða er faraldurinn nægilega slæmur fyrir óvarða hópa til þess að réttlæta áfram sóttvarnaraðgerðir? Það er óljóst eins og er en hvort sem er þá mun það valda ýmis konar vanda, annað hvort vegna veikinda og eftirkasta af þeim eða vegna sóttvarnaraðgerða sem verður gripið til. Hvaða ráðstafanir stjórnvöld munu grípa til og hversu lengi fram eftir ári, er óljóst ennþá. Þess vegna verður þetta fyrsta áskorun ársins ‘21, hvernig við klárum Kófið. tvö Einhvern tíma munu orðin „þetta er búið” vera sögð. Það þýðir að hvað sem gerist þá boðar það endalok sóttvarnarráðstafanna, takmarkanna á landamærum og sérstakra stjórnvaldsviðbragða vegna faraldursins. Þá mun taka við tími endurreisnar og uppbyggingar í kjölfar faraldursins. Verkefni sem stjórnvöld hafa þegar klúðrað að miklu leyti og endurspeglast í því atvinnuleysi sem blasir við okkur í dag. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun síðastliðið vor að vonast til þess að faraldurinn yrði stuttur. Að ferðamenn gætu komið hingað í stórum hópum strax um sumarið. Þess vegna var markaðsátak fyrir ferðamenn hluti af fyrstu viðbrögðum stjórnvalda. Réttara viðbragð hefði verið að búast við lengri faraldri en vonast eftir styttri. Ef stjórnvöld hefðu gert ráðstafanir frá upphafi til að bregðast við mörgum mánuðum af sóttvarnaraðgerðum þá hefðu lausnirnar verið allt öðruvísi. Stjórnvöld hefðu ekki sett ferðaþjónustuna bara í biðstöðu heldur einnig tryggt uppbyggingu varanlegra nýrra starfa líkt og stjórnarandstaðan lagði til. Þegar það verður sagt að Kófið sé búið þá verður partý. En það verða líka smit. Það verður atvinnuleysi og stutt í kosningar. Mögulega mjög stutt. og þrjú Kosningar eru þriðja augljósa áskorunin á árinu ‘21. Kosningarnar verða uppgjör á stjórnarsamstarfi íhalds og þrjósku, því sama hvað þá var núverandi ríkisstjórn mynduð til þess að klára kjörtímabilið. Sama hvaða það kostaði. Hvað kostaði þetta stjórnarsamstarf? Til að byrja með endalaust vesen með réttarkerfi landsins. Það sem öllum hefði átt að vera augljóst þurfti málarekstur alla leið inn í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Málarekstur til einhverrar nefndar sem er í pólitísku ati, eins og komist hefur verið að orði. Þessi “breiða” samstaða ólíkra flokka hefur gert það að verkum að stefna stjórnvalda er stefna hins minnsta samnefnara. Ekkert þokast áfram í stjórnarskrármálum. Byggðarsjónarmið eru enn í höndum kvótagreifanna. Neyðarástand var á bráðamótttöku rétt áður en faraldurinn fór af stað. Atvinnuástandið er í molum af því að einn af flokkunum útilokar opinberar lausnir. Geðþótti ræður ræður för á meðan faglegum vinnubrögðum er hafnað, eins og skaðaminnkun í fíkniefnamálum og nýsköpun til þess að bregðast við atvinnuvanda í heimsfaraldri. Kosningarnar ‘21 verða ákveðið uppgjör við fortíðina. Hvort fólk vilji sömu stjórnmál og áður. Stjórnmál sem hafa leyft sérhagsmunum að ráða för í byggðamálum, atvinnumálum og réttindamálum. Þar sem lýðræðið hefur ekki fengið að ráða og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu er enn og aftur stungið undir stólinn. Ég skil vel að það er erfitt að velja að gera hlutina öðruvísi en áður. Skrattinn sem þú þekkir, og allt það. Ég skil vel að það sé erfitt að horfa framhjá glansmynd kosningabaráttunnar, inn í djúpan raunveruleika þess pólitíska valdakerfis sem hefur ráðið för hérna allt of lengi. Ég skil það vel þegar það er sagt að ákveðinn flokkur þurfi nú að vera sterkur til þess að geta leitt saman einn og annan inn í nýja tíma - en þó að ég skilji, þá er ég ósammála. Það sem við þurfum er meira lýðræði. Meira gagnsæi. Meiri ábyrgð og það er bara einn flokkur sem hefur barist fyrir þeim gildum umfram allt annað og alla aðra og það eru Píratar. Það þýðir að sama hvaða stjórn tekur við eftir næstu kosningar, þá þarf sterkan þingflokk Pírata. Til þess að krafan um ábyrgð valdamanna skili sér. Til þess að tryggt verði að lýðræðislegar niðurstöður skili sér í verki. Til þess að málefnin fái að ráða en ekki sérhagsmunirnir. Munum við yfirstíga áskoranir ársins ‘21? Á einn eða annan hátt munum við að sjálfsögðu gera það. Hvað gerist næst er hins vegar stóra spurningin og þar er valið í þínum höndum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun