Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 14:53 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Marc Israel Sellem Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. „Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
„Samkomulagið sem ég hef gert við Pfizer mun gera okkur kleift að bólusetja alla Ísraelsbúa sextán ára og eldri fyrir mars og mögulega fyrr,“ hefur Times of Israel eftir Netanjahú. Hann sagði að hægt yrði að bólusetja alla sem vildu. Samkvæmt frétt Times of Israel segist Netanjahú hafa rætt sautján sinnum við Albert Bourla, forstjóra Pfizer, til að ná samkomulaginu í gegn. Það feli í sér að Ísrael muni veita fyrirtækinu tölfræðigögn um virkni bóluefnisins og þannig hjálpa við að mynda hnatræna áætlun varðandi bólusetningar. Þetta mun vera til komið vegna góðs heilbrigðiskerfis Ísraels og vegna þess að hingað til hafa Ísraelsmenn farið öðrum þjóðum framar í bólusetningu. Ráðamenn í Ísrael hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir að skilja Palestínumenn á hernumdum svæðum útundan í bólusetningum þeirra. Þrátt fyrir það hefur smituðum farið hratt fjölgandi. Síðustu daga hafa um átta þúsund greinst smitaðir á dag og var gripið til umfangsmeiri og strangari sóttvarna á miðnætti í nótt. Netanjahú segir að það verði breytt fyrir lok mars. Þá muni fólk geta haldið upp á páskana með stórfjölskyldum sínum. Páskahald gyðinga hefst 27. mars þetta árið og páskadagur er 4. apríl. Ekki sama samkomulag Í samtali við Mbl segir Kári Stefánsson að samkomulag Netanjahú og Pfizer sé ekki sama samkomulagið og hann og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafi reynt að gera við fyrirtækið. Það sé í raun stærra og feli í sér að hlutfallslega fleiri verði bólusettir en til stóð að gera hér. Til hafi staðið að bólusetja um 70 prósent Íslendinga og kanna hvort hugmyndin um hjarðónæmi væri í raun framkvæmanleg. Kári segir einnig að viðræðurnar gangi mjög hægt og hann sé kominn nálægt því að gefast alveg upp.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira