Erlent

Á­tök blossa aftur upp á landa­mærum Taí­lands og Kambódíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tælenskir borgarar lögðu á flótta í nótt undan átökunum og það hafa íbúar í Kambódíu einnig gert í stríðum straumum.
Tælenskir borgarar lögðu á flótta í nótt undan átökunum og það hafa íbúar í Kambódíu einnig gert í stríðum straumum. AP Photo/Sopa Saelee

Taílenski herinn hóf í morgun loftárásir á Kambódíu og þúsundir hafa flúið heimili sín á landamærum ríkjanna. Árásirnar eru gerðar til að bregðast við átökum sem blossuðu aftur upp fyrr í nótt þar sem einn taílenskur hermaður er sagður hafa fallið og fleiri særst.

Kambódíumenn halda því fram að Taílendingar hafi einir gripið til vopna og að þeir hafi ekki svarað árásum þeirra. Nú síðustu klukkutímana hafa þó borist fregnir af átökum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landamærunum og saka löndin hvort annað um að hafa brotið gegn vopnahléssamningum gerðir gerðir voru á dögunum.

Friður komst þá á fyrir tilstilli stjórnvalda í Malasíu og með aðkomu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sá friður virðist því úti. 

Í sumar féllu að minnsta kosti fimmtíu í hatrömmum bardögum á landamærunum og þrjúhundruð þúsund þurftu að legga á flótta. Deilurnar milli landanna hafa blossað upp með reglulegu millibili í gegnum aldirnar.


Tengdar fréttir

Lýsa yfir herlögum í Taílandi

Yfirvöld í Taílandi hafa lýst yfir herlögum í átta héruðum landsins vegna átaka á milli þeirra og Kambódíu. Yfir hundrað þúsund íbúar í Taílandi hafa yfirgefið heimili sín.

Níu látnir er landamæradeilur blossa upp

Til átaka hefur komið á milli hermanna Tælands og Kambódíu og níu almennir borgarar hið minnsta hafa látið lífið í átökunum. Bardagarnir hófust á svæði sem löndin tvö deila um og saka Tælendingar Kambódíumenn um að hafa skotið eldflaugum á þorp innan landamæra Tælands og á spítala í grenndinni einnig.

Semja um vopnahlé

Ráðamenn í Taílandi og Kambódíu hafa samþykkt skilyrðislaust vopnahlé sín á milli, sem taka mun gildi seinna í dag. Að minnsta kosti 33 hafa fallið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín frá því átök brutust út milli ríkjanna í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×