Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2025 11:29 Anutin Charnvirakul og Hun Manet, forsætisráðherrar Taílands og Kambódíu á ASEAN-ráðstefnunni í október. AP/Mark Schiefelbein Anutin Charnvirakul, forsætisráðherra Taílands, segir að ekki standi til að hefja viðræður við ráðamenn í Kambódíu að svo stöddu. Það verði ekki gert fyrr en Kambódíumenn verði við kröfum Taílendinga. „Eftir það sem þeir hafa gert okkar, þá verða engar viðræður,“ sagði ráðherrann. Forseti herforingjaráðs Taílands sagði einnig í morgun að markmið taílenska hersins væri að gera út af við hernaðargetu Kambódíumanna til langs tíma. Prime Minister Anutin Charnvirakul today dismissed the possibility of immediate negotiations with Cambodia, as a senior Thai military general said the Thai army aims to disable Cambodia’s military capability “for a long time.”“With what they have done to us, there will not be… pic.twitter.com/UKrx0WAFv6— Thai PBS World (@ThaiPBSWorld) December 8, 2025 Átök milli Taílands og Kambódíu brutust aftur út í gær en síðast kom til átaka milli ríkjanna í sumar. Ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Anutin var spurður í dag, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Taílands, að því hvort hann hefði rætt við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu eða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðan átökin brutust út á nýjan leik í gær. Þeir tveir komu að því að binda enda á síðustu átök milli ríkjanna fyrr í haust. Taílendingar riftu þó friðarsamkomulaginu í nóvember, þegar fjórir taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk nærri landamærunum. Forsætisráðherrann, sem tók við embætti í september, sagðist ekki hafa rætt við Trump eða Anwar. Átökin væru milli Taílands og Kambódíu. Taílendingar hafa sakað Kambódíumenn um að hefja skothríð yfir landamærin en ráðamenn í Kambódíu þvertaka fyrir það. Sjá einnig: Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Anutin sagði einnig, samkvæmt Ríkisútvarpi Taílands, að mikilvægt væri að bregðast við þessum meintu árásum Kambódíumanna til að sýna fram á að þeir hefðu ekki átt að ógna fullveldi Taílands. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í Kambódíu vegna árása frá Taílandi.AP/AKP Með mikla yfirburði á blaði Ummæli forsætisráðherrans og herforingjans gefa ekki til kynna að Taílendingar hafi áhuga á friðarviðræðum að svo stöddu. Taílendingar hafa verið að gera loftárásir í Kambódíu í dag en hernaðarlegir yfirburðir þeirra gagnvart nágrönnum þeirra eru töluverðir. Í það minnsta á blaði. Samkvæmt frétt Reuters voru fjárútlát Kambódíu til varnarmála um 1,3 milljarðar dala í fyrra. Um 124.300 manns eru í herafla Kambódíu og þar af flestir í hernum, eða 75 þúsund manns. Þeir eru sagðir eiga rúmlega tvö hundruð skriðdreka og um 480 stórskotaliðsvopn. Taílendingar vörðu 5,73 milljörðum dala til varnarmála í fyrra og eru rúmlega 360 þúsund menn í herafla ríkisins. Þar af eru 245 þúsund í hernum og eiga þeir um fjögur hundruð skriðdreka, rúmlega tólf hundruð bryndreka og um 2.600 stórskotaliðsvopn. ด่วน‼️ทหารไทยยิงปืนใหญ่ถล่มฐานทหารเขมรที่ปราสาทตาควาย#ทหารไทย #กองทัพภาคที่2 #กองทัพบก #ปราสาทตาควาย #ทหารกัมพูชา #ชายแดนไทยกัมพูชา #ไทยกัมพูชา #TruthFromThailand pic.twitter.com/ItWm7zmfMd— Skyboyz (@Skyboyz15) December 8, 2025 Þegar kemur að flugherjum og flotum ríkjanna er svipaða sögu að segja. Taílendingar eiga einhvern best þjálfaða og búna flugher Suðaustur-Asíu. Þar vinna um 46 þúsund manns en ríkið á 112 herþotur af ýmsum vestrænum gerðum og fjölmargar herþyrlur. Um 1.500 manns starfa í flugher Kambódíu en ríkið á engar herþotur. Þess í stað eiga Kambódíumenn um sextán árásarþyrlur, tíu flutningsþyrlur og tíu fraktflugvélar. Sjóher Taílands býr yfir um 70 þúsund sjóliðum, einu flugmóðurskipi, sjö freigátum og tugum minni skipa og báta. Um 2.800 manns starfa í sjóher Kambódíu og á ríkið þrettán minni skip og báta. Taíland Kambódía Hernaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
„Eftir það sem þeir hafa gert okkar, þá verða engar viðræður,“ sagði ráðherrann. Forseti herforingjaráðs Taílands sagði einnig í morgun að markmið taílenska hersins væri að gera út af við hernaðargetu Kambódíumanna til langs tíma. Prime Minister Anutin Charnvirakul today dismissed the possibility of immediate negotiations with Cambodia, as a senior Thai military general said the Thai army aims to disable Cambodia’s military capability “for a long time.”“With what they have done to us, there will not be… pic.twitter.com/UKrx0WAFv6— Thai PBS World (@ThaiPBSWorld) December 8, 2025 Átök milli Taílands og Kambódíu brutust aftur út í gær en síðast kom til átaka milli ríkjanna í sumar. Ríkin deila um átta hundruð kílómetra löngum landamærum sem deilt hefur verið um í áratugi. Anutin var spurður í dag, samkvæmt frétt Ríkisútvarps Taílands, að því hvort hann hefði rætt við Anwar Ibrahim, forsætisráðherra Malasíu eða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, síðan átökin brutust út á nýjan leik í gær. Þeir tveir komu að því að binda enda á síðustu átök milli ríkjanna fyrr í haust. Taílendingar riftu þó friðarsamkomulaginu í nóvember, þegar fjórir taílenskir hermenn særðust þegar jarðsprengja sprakk nærri landamærunum. Forsætisráðherrann, sem tók við embætti í september, sagðist ekki hafa rætt við Trump eða Anwar. Átökin væru milli Taílands og Kambódíu. Taílendingar hafa sakað Kambódíumenn um að hefja skothríð yfir landamærin en ráðamenn í Kambódíu þvertaka fyrir það. Sjá einnig: Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Anutin sagði einnig, samkvæmt Ríkisútvarpi Taílands, að mikilvægt væri að bregðast við þessum meintu árásum Kambódíumanna til að sýna fram á að þeir hefðu ekki átt að ógna fullveldi Taílands. Fjöldi fólks hefur flúið heimili sín í Kambódíu vegna árása frá Taílandi.AP/AKP Með mikla yfirburði á blaði Ummæli forsætisráðherrans og herforingjans gefa ekki til kynna að Taílendingar hafi áhuga á friðarviðræðum að svo stöddu. Taílendingar hafa verið að gera loftárásir í Kambódíu í dag en hernaðarlegir yfirburðir þeirra gagnvart nágrönnum þeirra eru töluverðir. Í það minnsta á blaði. Samkvæmt frétt Reuters voru fjárútlát Kambódíu til varnarmála um 1,3 milljarðar dala í fyrra. Um 124.300 manns eru í herafla Kambódíu og þar af flestir í hernum, eða 75 þúsund manns. Þeir eru sagðir eiga rúmlega tvö hundruð skriðdreka og um 480 stórskotaliðsvopn. Taílendingar vörðu 5,73 milljörðum dala til varnarmála í fyrra og eru rúmlega 360 þúsund menn í herafla ríkisins. Þar af eru 245 þúsund í hernum og eiga þeir um fjögur hundruð skriðdreka, rúmlega tólf hundruð bryndreka og um 2.600 stórskotaliðsvopn. ด่วน‼️ทหารไทยยิงปืนใหญ่ถล่มฐานทหารเขมรที่ปราสาทตาควาย#ทหารไทย #กองทัพภาคที่2 #กองทัพบก #ปราสาทตาควาย #ทหารกัมพูชา #ชายแดนไทยกัมพูชา #ไทยกัมพูชา #TruthFromThailand pic.twitter.com/ItWm7zmfMd— Skyboyz (@Skyboyz15) December 8, 2025 Þegar kemur að flugherjum og flotum ríkjanna er svipaða sögu að segja. Taílendingar eiga einhvern best þjálfaða og búna flugher Suðaustur-Asíu. Þar vinna um 46 þúsund manns en ríkið á 112 herþotur af ýmsum vestrænum gerðum og fjölmargar herþyrlur. Um 1.500 manns starfa í flugher Kambódíu en ríkið á engar herþotur. Þess í stað eiga Kambódíumenn um sextán árásarþyrlur, tíu flutningsþyrlur og tíu fraktflugvélar. Sjóher Taílands býr yfir um 70 þúsund sjóliðum, einu flugmóðurskipi, sjö freigátum og tugum minni skipa og báta. Um 2.800 manns starfa í sjóher Kambódíu og á ríkið þrettán minni skip og báta.
Taíland Kambódía Hernaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“