Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2025 15:39 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta segir Helga Kristín Kolbeins formaður Skólameistarafélags Íslands í samtali við Vísi. Hún segir fundinn hafa verið góðan og að ráðherra hafi viðurkennt að óvissan væri orðin of mikil. Skýringar hans vegna málanna voru þó ekki nógu skýrar að mati Helgu sem segir afar óljóst hvernig nákvæmlega stendur til að breyta framhaldsskólakerfinu og hvers vegna skipunartími skólameistaranna Ársæls Guðmundssonar og Árna Ólasonar hafi ekki verið framlengdir. „Þetta var mjög góður fundur en maður er enn að melta,“ segir Helga Kristín sem segir enga lausn í sjónmáli á málinu. Ráðherra kynnti í september breytingar á framhaldsskólastigi með innleiðingu svokallaðra svæðisskrifstofa. Helga segir enn ekki ljóst hvað muni felast í þeim breytingum, hvort nýjar skrifstofur muni þýða að skrifstofur skólanna verði lagðar niður og svo framvegis. Þá sæti það furðu að ráðherra vísi til þess að ákvörðun um skipunartíma skólameistara hafi verið tekin á faglegum forsendum, en engar faglegar forsendur hafi verið gefnar á fundinum. Heyra má á Helgu að skólameistarar séu enn í lausu lofti þrátt fyrir fund með ráðherra. Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla fékk þær upplýsingar í lok nóvember að staða hans yrði auglýst og skipunartími hans því ekki framlengdur, líkt og venja er um fimm ár. Sakaði hann ráðherra í kjölfarið um að gera það af pólitískum ástæðum en ráðherra hefur sagt skipunartíma ekki framlengdan vegna fyrirhugaðra breytinga á menntaskólakerfinu og að þar séu allir skólameistarar undir.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27