„Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2025 14:06 Húsleit var gerð á Raufarhöfn, Borgarnesi og Reykjavík í sumar í tengslum við rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/Fastinn/Já.is/Getty Lögmaður sem er laus úr rúmlega tveggja vikna einangrun í gæsluvarðhaldi telur lögreglu herja á sig til að kortleggja betur albanska glæpahópa hér á landi. Hann segist andlega í molun eftir dvölina í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem hann þó kynntist besta fólki í heimi, fangavörðunum. Lögmanninum var sleppt lausum á föstudag en Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók hann þann 18. nóvember grunaðan um að tengjast umfangsmiklu máli er varðar skipulagða brotastarfsemi. Meint brot mannsins eru sögð felast í skipulagðri starfsemi við að aðstoða útlendinga við að komast ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Hlerun, eftirfylgd og húsleit Lögmaðurinn segist í samtali við Vísi ekki tilbúinn að stíga fram undir nafni enn sem komið er. Hann sé andlega í molum. Ein taugahrúga sem reyni nú að fresta verkefnum sínum eins og hægt sé meðan hann nái áttum. „Það er andleg þrekraun að sitja í einangrun í fangelsi. Ég sé það á mínum skjólstæðingum sem setið hafa í einangrun og hvernig líðan breytist þegar þeir fara í almenna gæslu,“ segir lögmaðurinn. Hann segir lögregluna hafa sett eftirfylgdarbúnað á bíl hans og fylgt honum eftir með GPS-búnaði. Þá hafi sími hans verið hleraður og farið í húsleit á heimili hans. „Þetta er allt byggt á þessu Raufarhafnarmáli.“ Fjarstæðukennt að vera viðriðinn ræktun Raufarhafnarmálið sem lögmaðurinn vísar til kom upp í júní þar sem farið var í húsleit víða um land, meðal annars á Raufarhöfn. Þar leikur grunur á um umfangsmikla ræktun fíkniefna, helst kannabis, og hafa nokkrir Albanir verið handteknir og sumum nú þegar vísað úr landi. „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna og hef alltaf verið. Með gríðarlega marga albanska skjólstæðinga,“ segir lögmaðurinn um hvers vegna lögregla tengi hann við málið. Lögreglan vilji komast í vinnugögn hans í þeim tilgangi að mögulega finna höfuðpaurana. Það sé hans kenning. „Ég er lögmaður, venjulegur fjölskyldufaðir með konu og börn. Að halda að ég sé viðriðinn ræktun á kannabis er gjörsamlega fjarstæðukennt.“ „Þetta er bara bisness“ Hann segir umfang verkefna hans þegar kemur að albönskum innflytjendum meðal annars tengjast auglýsingu sem hann er með í gangi á samfélagsmiðlum og er beint til albönskumælandi einstaklinga. Þar er fólk spurt á albönsku hvort það sé nýkomið til landsins, á Keflavíkurflugvelli og hvort lögregla hafi haft afskipti af því? Hvort það viti að það eigi rétt á ókeypis lögmannsaðstoð og hvernig það geti haft samband. „Þetta er bara bisness. Ég fæ skipunarbréf frá Útlendingastofnun fyrir hvert svona mál og ríkissjóður borgar.“ Hann fái gríðarlega mörg svona mál, fjörutíu í ár og svipað árið á undan. Mörgum hafi hann líka þurft að vísa á kollega þegar hann hefur ekki verið í aðstöðu til að vinna þau. Allra tilefna sé leitað til frávísunar „Þetta spyrst líka út. Margir hafa samband við mig fyrir ferðina, eru stressaðir. Spyrja hvaða skilyrði þurfi að uppfylla,“ segir lögmaðurinn. Hann bendir fólkinu á að það þurfi endurkomumiða, hótelgistingu eða boð um gistingu, nægt fé til framfærslu og ferðamenn þurfi að hafa einhver plön, helst skrifleg. Til að geta sýnt lögreglu. Á þriðja hundrað Albönum hafi verið vísað frá landinu í fyrra. Lögmaðurinn segir mikla breytingu hafa orðið á Suðurnesjum í tíð Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra. Þar hafi verið fyrirmæli til lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli að fylgjast með komum Albana, Rúmena og Georgíumanna til landsins. Finna hvaða ástæðu sem er til að neita um inngöngu eða frávísa. Aðspurður hvort hann sjái eftir því að hafa aðstoðað einhvern Albana við komu til landsins, af því viðkomandi hafi síðar gerst brotlegur við lög, svarar hann neitandi. „Þú verður að hafa í huga að stór hluti af starfi lögmanna er að verja glæpamenn. Lögmenn í sakamálum eins og ég eru alltaf að verja glæpamenn. Það er bara partur af djobbinu. Svo svarið er nei, alls ekki. Þetta er bara vinnan mín.“ Tenging við tvo grunaða Lögmaðurinn finnur að því að Lögreglan á Norðurlandi eystra hafi fryst alla bankareikninga hans og sömuleiðis fjárvörslureikninga sem innihaldi annarra manna peninga; skaðabætur, slysatryggingar og annað. Þetta sé sagt gert til að tryggja greiðslu sakakostnaðar. „Ég er hátekjumaður, á bíl, fasteign og hlutabréf. Starfsréttindi mín eru skilyrt því að ég verði ekki gjaldþrota. Svo gerir lögregla þetta 5. desember sem er VSK-skiladagur. Bara til að valda mér tjóni,“ segir lögmaðurinn allt annað en sáttur með framgang lögreglu. Hann hafi þá tengingu við Raufarhafnarmálið að hafa verið verjandi sakbornings í málinu, manns sem handtekinn var við húsleit í Borgarnesi. Þá hafi lögregla áttað sig á tengingu hans við annan sakborning í málinu frá fyrri tíð. „Hann var skjólstæðingur minn í allt öðru máli. Hann var handtekinn, þeir skoða símann hans og sjá samskipti við mig. Þannig að þá er ég tengdur tveimur í þessu máli. Ég hljóti þá að vera samverkamaður eða hlutdeildarmaður,“ segir lögmaðurinn. Það sé fráleitt og fjarstæðukennt. Honum finnist ótrúlegt að dómari hafi samþykkt gæsluvarðhaldskröfu í þrígang yfir honum gagnrýnislaust. Segir saksóknara hafa logið Lögmaðurinn segir saksóknara í málinu hafa fullyrt við dómara að hann hafi verið ósamstarfsfús. Það eigi ekki við nein rök að styðjast. Samkvæmt tilmælum frá Lögmannafélaginu hafi hann verið búinn að vara lögreglu við að hann gæti ekki spurt spurninga sem vörðuðu trúnað hans við skjólstæðinga. „Annars talaði ég hreint út og reyndi að svara eftir bestu getu,“ segir lögmaðurinn. „Saksóknari beinlínis laug að dómara. Það er mjög alvarlegt því saksóknarar eiga að gæta hlutleysis, leiða hið sanna í ljós.“ Hann hafi sýnt lögreglu mikinn samstarfsvilja eftir því sem honum hafi verið heimilt að svara spurningum. Fangaverðirnir gimsteinar Lögmaðurinn segir næstu daga fara í að jafna sig á einangruninni, fresta verkefnum og ná áttum. Einangrunarvistin hafi reynt mjög á hann. „Þú ert einn í klefa, læstur inni í rúmlega 23 klukkutíma. Þú mátt fara út tvisvar á dag í hálftíma að hámarki í senn,“ segir lögmaðurinn. Útisvæðið sé eins konar gryfja, steypuveggir og svo rimlar fyrir ofan. „Annars er maður inni í klefa, læstur inni en vel fóðraður af mat og drykk. Maður fær að hitta lækni, hjúkrunarfræðing, sálfræðing og prest. Maður fær DVD-spilara og tölvuskjá. Svo máttu fá púslupils og krossgátur til að örva hugann.“ Hann hafi púslað mjög mikið þessa sautján daga. Svo er eitt ljós í myrkrinu sem einangrunarvistin sé. „Fangaverðirnir á Hólmsheiði eru besta fólk sem ég veit um. Þeir eru frábærir,“ segir lögmaðurinn. Burðardýr í einangrun en nauðgarar gangi lausir Verjandi hans hafi fært honum tíðindi af konu og börnum en hann sé eini utanaðkomandi aðilinn sem hann fái að ræða við. Verjandinn megi ekki bera skilaboð úr fangelsinu, það sé stranglega bannað. „Þú vaknar á morgnana og það er ekkert fram undan. Þú ert einn inni í þessum klefa með hugsunum þínum. Þetta eru pyntingar og markmiðið er að brjóta þig niður andlega svo þú talir.“ Hann er hugsi yfir þeim mikla fjölda sem sitji jafnan í einangrun. Hann nefnir sérstaklega burðardýr í fíkniefnamálum sem dúsi þar í mörgum tilfellum lengi án þess að vita nokkuð sem máli skipti. Á meðan gangi jafnvel nauðgarar lausir. „Ég hefði auðvitað aldrei átt að vera í gæsluvarðhaldi.“ Lögreglumál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Lögmanninum var sleppt lausum á föstudag en Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók hann þann 18. nóvember grunaðan um að tengjast umfangsmiklu máli er varðar skipulagða brotastarfsemi. Meint brot mannsins eru sögð felast í skipulagðri starfsemi við að aðstoða útlendinga við að komast ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Hlerun, eftirfylgd og húsleit Lögmaðurinn segist í samtali við Vísi ekki tilbúinn að stíga fram undir nafni enn sem komið er. Hann sé andlega í molum. Ein taugahrúga sem reyni nú að fresta verkefnum sínum eins og hægt sé meðan hann nái áttum. „Það er andleg þrekraun að sitja í einangrun í fangelsi. Ég sé það á mínum skjólstæðingum sem setið hafa í einangrun og hvernig líðan breytist þegar þeir fara í almenna gæslu,“ segir lögmaðurinn. Hann segir lögregluna hafa sett eftirfylgdarbúnað á bíl hans og fylgt honum eftir með GPS-búnaði. Þá hafi sími hans verið hleraður og farið í húsleit á heimili hans. „Þetta er allt byggt á þessu Raufarhafnarmáli.“ Fjarstæðukennt að vera viðriðinn ræktun Raufarhafnarmálið sem lögmaðurinn vísar til kom upp í júní þar sem farið var í húsleit víða um land, meðal annars á Raufarhöfn. Þar leikur grunur á um umfangsmikla ræktun fíkniefna, helst kannabis, og hafa nokkrir Albanir verið handteknir og sumum nú þegar vísað úr landi. „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna og hef alltaf verið. Með gríðarlega marga albanska skjólstæðinga,“ segir lögmaðurinn um hvers vegna lögregla tengi hann við málið. Lögreglan vilji komast í vinnugögn hans í þeim tilgangi að mögulega finna höfuðpaurana. Það sé hans kenning. „Ég er lögmaður, venjulegur fjölskyldufaðir með konu og börn. Að halda að ég sé viðriðinn ræktun á kannabis er gjörsamlega fjarstæðukennt.“ „Þetta er bara bisness“ Hann segir umfang verkefna hans þegar kemur að albönskum innflytjendum meðal annars tengjast auglýsingu sem hann er með í gangi á samfélagsmiðlum og er beint til albönskumælandi einstaklinga. Þar er fólk spurt á albönsku hvort það sé nýkomið til landsins, á Keflavíkurflugvelli og hvort lögregla hafi haft afskipti af því? Hvort það viti að það eigi rétt á ókeypis lögmannsaðstoð og hvernig það geti haft samband. „Þetta er bara bisness. Ég fæ skipunarbréf frá Útlendingastofnun fyrir hvert svona mál og ríkissjóður borgar.“ Hann fái gríðarlega mörg svona mál, fjörutíu í ár og svipað árið á undan. Mörgum hafi hann líka þurft að vísa á kollega þegar hann hefur ekki verið í aðstöðu til að vinna þau. Allra tilefna sé leitað til frávísunar „Þetta spyrst líka út. Margir hafa samband við mig fyrir ferðina, eru stressaðir. Spyrja hvaða skilyrði þurfi að uppfylla,“ segir lögmaðurinn. Hann bendir fólkinu á að það þurfi endurkomumiða, hótelgistingu eða boð um gistingu, nægt fé til framfærslu og ferðamenn þurfi að hafa einhver plön, helst skrifleg. Til að geta sýnt lögreglu. Á þriðja hundrað Albönum hafi verið vísað frá landinu í fyrra. Lögmaðurinn segir mikla breytingu hafa orðið á Suðurnesjum í tíð Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra. Þar hafi verið fyrirmæli til lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli að fylgjast með komum Albana, Rúmena og Georgíumanna til landsins. Finna hvaða ástæðu sem er til að neita um inngöngu eða frávísa. Aðspurður hvort hann sjái eftir því að hafa aðstoðað einhvern Albana við komu til landsins, af því viðkomandi hafi síðar gerst brotlegur við lög, svarar hann neitandi. „Þú verður að hafa í huga að stór hluti af starfi lögmanna er að verja glæpamenn. Lögmenn í sakamálum eins og ég eru alltaf að verja glæpamenn. Það er bara partur af djobbinu. Svo svarið er nei, alls ekki. Þetta er bara vinnan mín.“ Tenging við tvo grunaða Lögmaðurinn finnur að því að Lögreglan á Norðurlandi eystra hafi fryst alla bankareikninga hans og sömuleiðis fjárvörslureikninga sem innihaldi annarra manna peninga; skaðabætur, slysatryggingar og annað. Þetta sé sagt gert til að tryggja greiðslu sakakostnaðar. „Ég er hátekjumaður, á bíl, fasteign og hlutabréf. Starfsréttindi mín eru skilyrt því að ég verði ekki gjaldþrota. Svo gerir lögregla þetta 5. desember sem er VSK-skiladagur. Bara til að valda mér tjóni,“ segir lögmaðurinn allt annað en sáttur með framgang lögreglu. Hann hafi þá tengingu við Raufarhafnarmálið að hafa verið verjandi sakbornings í málinu, manns sem handtekinn var við húsleit í Borgarnesi. Þá hafi lögregla áttað sig á tengingu hans við annan sakborning í málinu frá fyrri tíð. „Hann var skjólstæðingur minn í allt öðru máli. Hann var handtekinn, þeir skoða símann hans og sjá samskipti við mig. Þannig að þá er ég tengdur tveimur í þessu máli. Ég hljóti þá að vera samverkamaður eða hlutdeildarmaður,“ segir lögmaðurinn. Það sé fráleitt og fjarstæðukennt. Honum finnist ótrúlegt að dómari hafi samþykkt gæsluvarðhaldskröfu í þrígang yfir honum gagnrýnislaust. Segir saksóknara hafa logið Lögmaðurinn segir saksóknara í málinu hafa fullyrt við dómara að hann hafi verið ósamstarfsfús. Það eigi ekki við nein rök að styðjast. Samkvæmt tilmælum frá Lögmannafélaginu hafi hann verið búinn að vara lögreglu við að hann gæti ekki spurt spurninga sem vörðuðu trúnað hans við skjólstæðinga. „Annars talaði ég hreint út og reyndi að svara eftir bestu getu,“ segir lögmaðurinn. „Saksóknari beinlínis laug að dómara. Það er mjög alvarlegt því saksóknarar eiga að gæta hlutleysis, leiða hið sanna í ljós.“ Hann hafi sýnt lögreglu mikinn samstarfsvilja eftir því sem honum hafi verið heimilt að svara spurningum. Fangaverðirnir gimsteinar Lögmaðurinn segir næstu daga fara í að jafna sig á einangruninni, fresta verkefnum og ná áttum. Einangrunarvistin hafi reynt mjög á hann. „Þú ert einn í klefa, læstur inni í rúmlega 23 klukkutíma. Þú mátt fara út tvisvar á dag í hálftíma að hámarki í senn,“ segir lögmaðurinn. Útisvæðið sé eins konar gryfja, steypuveggir og svo rimlar fyrir ofan. „Annars er maður inni í klefa, læstur inni en vel fóðraður af mat og drykk. Maður fær að hitta lækni, hjúkrunarfræðing, sálfræðing og prest. Maður fær DVD-spilara og tölvuskjá. Svo máttu fá púslupils og krossgátur til að örva hugann.“ Hann hafi púslað mjög mikið þessa sautján daga. Svo er eitt ljós í myrkrinu sem einangrunarvistin sé. „Fangaverðirnir á Hólmsheiði eru besta fólk sem ég veit um. Þeir eru frábærir,“ segir lögmaðurinn. Burðardýr í einangrun en nauðgarar gangi lausir Verjandi hans hafi fært honum tíðindi af konu og börnum en hann sé eini utanaðkomandi aðilinn sem hann fái að ræða við. Verjandinn megi ekki bera skilaboð úr fangelsinu, það sé stranglega bannað. „Þú vaknar á morgnana og það er ekkert fram undan. Þú ert einn inni í þessum klefa með hugsunum þínum. Þetta eru pyntingar og markmiðið er að brjóta þig niður andlega svo þú talir.“ Hann er hugsi yfir þeim mikla fjölda sem sitji jafnan í einangrun. Hann nefnir sérstaklega burðardýr í fíkniefnamálum sem dúsi þar í mörgum tilfellum lengi án þess að vita nokkuð sem máli skipti. Á meðan gangi jafnvel nauðgarar lausir. „Ég hefði auðvitað aldrei átt að vera í gæsluvarðhaldi.“
Lögreglumál Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira