Fé fylgi sjúklingi Teitur Guðmundsson skrifar 7. janúar 2021 10:30 Við höfum verið í ákveðinni baráttu hérlendis með það hvernig við sjáum fyrir okkur heilbrigðisþjónustuna til framtíðar, enda um einn stærsta, dýrasta og jafnframt flóknasta málaflokk ríkisfjármála að ræða, þar sem sitt sýnist hverjum. Þarna takast á ýmis sjónarmið sem öll eiga rétt á sér. Flestir eru sammála um að sterk og öflug heilbrigðisþjónusta sé einn af hornsteinum íslensks samfélags og um hana beri að standa vörð. Talsverð umræða og hiti verður oft á tíðum þegar rætt er hver skuli veita hana, ríki eða einkaaðilar. Gleymist þá stundum að þjónustan er fyrir þann sem á henni þarf að halda og ætti sá hinn sami ekki að verða undir í þeirri umræðu. Það er flestum ljóst að það getur verið erfitt að samræma forgangsröðun fjármuna sem eru af skornum skammti og tryggja á sama tíma bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Það eru hagsmunir í hverjum einasta hópi sem kallar eftir meira fé og betri þjónustu hverju sinni. Þrýstiafl þeirra er æði mismunandi. Þá má ekki gleyma því að ríkir hagsmunir eru einnig hjá þeim sem veita hana. Pólitík hvers tíma leggur svo línurnar að mestu leyti með útgjöldin og stefnuna í málaflokknum. Sé horft til þjónustuþegans þá er sá hinn sami fyrst og fremst að horfa til þess bíða ekki lengi eftir aðgerð, meðferð, plássi á hjúkrunarheimili eða öðru slíku. Greiðslur fyrir þá veittu heilbrigðisþjónustu fara fram með ýmsum hætti. Stofnanir eins og Landspítali eru á fjárlögum þar sem lítið má útaf bregða í rekstri, svigrúm ekki mikið og hefur lengi verið talað fyrir því að breyta því og miða við að greiða eftir svokölluðu DRG kerfi, sem er þjónustutengt fjármögnunarkerfi. Innleiðingu á því á að vera lokið árið 2023 samkvæmt nýlegri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um aukna framleiðni og gæði í heilbrigðisþjónustu. Þá eru samningar gerðir við Sjúkratryggingar Íslands hvað varðar ýmsar fagstéttir og einnig um rekstur hjúkrunarheimila og annarrar slíkrar þjónustu. Á endanum er meirihluti þeirra fjármuna sem veitt er til þessa málaflokks með einum eða öðrum hætti kominn frá ríkinu. Greiðsluþáttaka almennings hefur minnkað á móti og kemur það sér vel fyrir þá sem þurfa á mikilli þjónustu að halda. Deildar meiningar hafa verið um fjármögnunarkerfi og er nokkuð ljóst að hið fullkomna kerfi er ekki til. Gagnsæi á nýtingu fjármuna er mikilvægt og að sem mest fáist fyrir þær krónur sem veitt er til þessa. Sóun í kerfinu hefur verið til staðar, ákvörðunarfælni sömuleiðis og tafir sem hafa kostað umtalsverða peninga. Það þarf að nýta betur styrkleika ríkisrekstrar en einnig til jafns einkarekstrarins og það þarf talsvert aðhald að báðum þessum formum. Mikil breyting hefur orðið á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum eftir að nýtt greiðslufyrirkomulag hófst 1. Janúar 2017, þar fylgir fé sjúklingi og getur sjúklingurinn valið sér þjónustuaðila. Þannig er tryggt að sá hinn sami getur haft umtalsverð áhrif á það hver veitir honum heilbrigðisþjónustu burtséð frá því hvort hann er opinber eða einkarekinn. Kerfið er gagnsætt og allar 15 opinberu heilsugæslustöðvarnar og þær 4 einkareknu lúta sömu reglu, sjúklingarnir greiða það sama óháð þeim sem veitir þjónustuna. Fjárveitingin er með sama hætti til allra stöðva og eru innbyggðir hvatar bæði hvað varðar gæði en einnig fjármagn. Þannig fá stöðvar greiðslur eða frádrátt vegna þjónustu sinna skjólstæðinga og þurfa því að gera vel svo þeim gangi vel, en það er líka horft til aldurs, undirliggjandi sjúkdóma og þjónustuþarfar varðandi greiðslur. Það er unnið í samræmdu sjúkraskrárkerfi og gögn sjúklinganna fylgja þeim hvert sem farið er svo það er auðvelt að skipta um stöð en einnig fyrir heilbrigðisstarfólk að halda yfirsýn fari sjúklingarnir á milli stöðva. Það eru svosem ákveðnir gallar á þessu kerfi líka þar sem ekkert er fullkomið, en það sem þetta hefur gert er að auka verulega framleiðni í heilsugæslunni og bæta þjónustu við þá sem horft er til, sjúklinganna sjálfra. Það mætti hugsa sér að einhverju leyti svipaða nálgun í þjónustu við aldraða þar sem þeir eru metnir með sína þjónustuþörf. Þeir fá mat á heilsugæslu sinni og af hálfu heimahjúkurnar, iðju og sjúkraþjálfara auk sérfræðinga á Landspítala svo það er þverfaglega unnið að slíku mati. Þeir sem veikastir eru eða með mesta þjónustuþörf geta þurft innlögn eða varanlega vistun á hjúkrunarheimili. Þau pláss eins og flestir vita eru af skornum skammti og betur má ef duga skal. Flestir eru sammála því einnig að margt er hægt að gera betur varðandi þjónustuna fram að því að þurfa slíkt, en bið og ákveðin skortur á samræmingu spilar þar stórt hlutverk. Unnið er að því að bæta úr með ýmsum hætti og bindum við ákveðnar vonir við það. Það væri skynsamlegt með allt það mat sem fram fer á hinum aldraða og sú staða sem heilbrigðiskerfið veit að hann glímir við á hverjum tíma að horfa á það sem einhvers konar verðmæti fyrir þann sama. Með því meina ég að skipta um kerfi og ákveða að fé fylgi sjúklingi til samræmis við þá þjónustuþörf sem hann glímir við. Þannig væri hann og eftir atvikum aðstandendur hans færir um að kaupa þá þjónustu líkt og gert er í heilsugæslunni af þeim sem hana veitir, hefur leyfi til þess sama og stenst gæðaviðmið sem sett eru af hinu opinbera. Líklega myndi töluvert mikið breytast bæði hvað varðar rekstur heimahjúkrunar og aðstoðar í heimahúsi, en einnig hjúkrunarheimila, að ekki sé minnst á vanda þann sem hefur skapast á undanförnum árum við útskriftir af Landspítala. Notendastýrð persónuleg aðstoð er nálgun af svipuðum toga þar sem valið er notandans eða sjúklingsins hver sinnir honum að verulegu leyti. Við þurfum að horfa til framtíðar, kostnaður vegna veittrar þjónustu við aldraða á eftir að margfaldast frá núverandi stöðu alveg sama hvað verður gert, þar sem þeim mun fjölga umtalsvert. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn heldur verður að horfa til leiða sem nýta bæði ríkisrekna og einkarekna þjónustu til hagsbóta fyrir þennan hóp og fjölbreytt úrræði honum til handa. Kostnaðurinn væri líklega minni en ella ef skipulagið væri með þessum hætti og þjónustan tel ég að myndi batna einnig verulega. Það myndi skapast samkeppni um að sinna þessum hópi sem hefur verið að hluta til afskiptur. En hann er einmitt sá sem á hvað mest og best skilið fyrir að koma okkur hinum á legg. Við hljótum að vilja og geta gert betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Við höfum verið í ákveðinni baráttu hérlendis með það hvernig við sjáum fyrir okkur heilbrigðisþjónustuna til framtíðar, enda um einn stærsta, dýrasta og jafnframt flóknasta málaflokk ríkisfjármála að ræða, þar sem sitt sýnist hverjum. Þarna takast á ýmis sjónarmið sem öll eiga rétt á sér. Flestir eru sammála um að sterk og öflug heilbrigðisþjónusta sé einn af hornsteinum íslensks samfélags og um hana beri að standa vörð. Talsverð umræða og hiti verður oft á tíðum þegar rætt er hver skuli veita hana, ríki eða einkaaðilar. Gleymist þá stundum að þjónustan er fyrir þann sem á henni þarf að halda og ætti sá hinn sami ekki að verða undir í þeirri umræðu. Það er flestum ljóst að það getur verið erfitt að samræma forgangsröðun fjármuna sem eru af skornum skammti og tryggja á sama tíma bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Það eru hagsmunir í hverjum einasta hópi sem kallar eftir meira fé og betri þjónustu hverju sinni. Þrýstiafl þeirra er æði mismunandi. Þá má ekki gleyma því að ríkir hagsmunir eru einnig hjá þeim sem veita hana. Pólitík hvers tíma leggur svo línurnar að mestu leyti með útgjöldin og stefnuna í málaflokknum. Sé horft til þjónustuþegans þá er sá hinn sami fyrst og fremst að horfa til þess bíða ekki lengi eftir aðgerð, meðferð, plássi á hjúkrunarheimili eða öðru slíku. Greiðslur fyrir þá veittu heilbrigðisþjónustu fara fram með ýmsum hætti. Stofnanir eins og Landspítali eru á fjárlögum þar sem lítið má útaf bregða í rekstri, svigrúm ekki mikið og hefur lengi verið talað fyrir því að breyta því og miða við að greiða eftir svokölluðu DRG kerfi, sem er þjónustutengt fjármögnunarkerfi. Innleiðingu á því á að vera lokið árið 2023 samkvæmt nýlegri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um aukna framleiðni og gæði í heilbrigðisþjónustu. Þá eru samningar gerðir við Sjúkratryggingar Íslands hvað varðar ýmsar fagstéttir og einnig um rekstur hjúkrunarheimila og annarrar slíkrar þjónustu. Á endanum er meirihluti þeirra fjármuna sem veitt er til þessa málaflokks með einum eða öðrum hætti kominn frá ríkinu. Greiðsluþáttaka almennings hefur minnkað á móti og kemur það sér vel fyrir þá sem þurfa á mikilli þjónustu að halda. Deildar meiningar hafa verið um fjármögnunarkerfi og er nokkuð ljóst að hið fullkomna kerfi er ekki til. Gagnsæi á nýtingu fjármuna er mikilvægt og að sem mest fáist fyrir þær krónur sem veitt er til þessa. Sóun í kerfinu hefur verið til staðar, ákvörðunarfælni sömuleiðis og tafir sem hafa kostað umtalsverða peninga. Það þarf að nýta betur styrkleika ríkisrekstrar en einnig til jafns einkarekstrarins og það þarf talsvert aðhald að báðum þessum formum. Mikil breyting hefur orðið á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum eftir að nýtt greiðslufyrirkomulag hófst 1. Janúar 2017, þar fylgir fé sjúklingi og getur sjúklingurinn valið sér þjónustuaðila. Þannig er tryggt að sá hinn sami getur haft umtalsverð áhrif á það hver veitir honum heilbrigðisþjónustu burtséð frá því hvort hann er opinber eða einkarekinn. Kerfið er gagnsætt og allar 15 opinberu heilsugæslustöðvarnar og þær 4 einkareknu lúta sömu reglu, sjúklingarnir greiða það sama óháð þeim sem veitir þjónustuna. Fjárveitingin er með sama hætti til allra stöðva og eru innbyggðir hvatar bæði hvað varðar gæði en einnig fjármagn. Þannig fá stöðvar greiðslur eða frádrátt vegna þjónustu sinna skjólstæðinga og þurfa því að gera vel svo þeim gangi vel, en það er líka horft til aldurs, undirliggjandi sjúkdóma og þjónustuþarfar varðandi greiðslur. Það er unnið í samræmdu sjúkraskrárkerfi og gögn sjúklinganna fylgja þeim hvert sem farið er svo það er auðvelt að skipta um stöð en einnig fyrir heilbrigðisstarfólk að halda yfirsýn fari sjúklingarnir á milli stöðva. Það eru svosem ákveðnir gallar á þessu kerfi líka þar sem ekkert er fullkomið, en það sem þetta hefur gert er að auka verulega framleiðni í heilsugæslunni og bæta þjónustu við þá sem horft er til, sjúklinganna sjálfra. Það mætti hugsa sér að einhverju leyti svipaða nálgun í þjónustu við aldraða þar sem þeir eru metnir með sína þjónustuþörf. Þeir fá mat á heilsugæslu sinni og af hálfu heimahjúkurnar, iðju og sjúkraþjálfara auk sérfræðinga á Landspítala svo það er þverfaglega unnið að slíku mati. Þeir sem veikastir eru eða með mesta þjónustuþörf geta þurft innlögn eða varanlega vistun á hjúkrunarheimili. Þau pláss eins og flestir vita eru af skornum skammti og betur má ef duga skal. Flestir eru sammála því einnig að margt er hægt að gera betur varðandi þjónustuna fram að því að þurfa slíkt, en bið og ákveðin skortur á samræmingu spilar þar stórt hlutverk. Unnið er að því að bæta úr með ýmsum hætti og bindum við ákveðnar vonir við það. Það væri skynsamlegt með allt það mat sem fram fer á hinum aldraða og sú staða sem heilbrigðiskerfið veit að hann glímir við á hverjum tíma að horfa á það sem einhvers konar verðmæti fyrir þann sama. Með því meina ég að skipta um kerfi og ákveða að fé fylgi sjúklingi til samræmis við þá þjónustuþörf sem hann glímir við. Þannig væri hann og eftir atvikum aðstandendur hans færir um að kaupa þá þjónustu líkt og gert er í heilsugæslunni af þeim sem hana veitir, hefur leyfi til þess sama og stenst gæðaviðmið sem sett eru af hinu opinbera. Líklega myndi töluvert mikið breytast bæði hvað varðar rekstur heimahjúkrunar og aðstoðar í heimahúsi, en einnig hjúkrunarheimila, að ekki sé minnst á vanda þann sem hefur skapast á undanförnum árum við útskriftir af Landspítala. Notendastýrð persónuleg aðstoð er nálgun af svipuðum toga þar sem valið er notandans eða sjúklingsins hver sinnir honum að verulegu leyti. Við þurfum að horfa til framtíðar, kostnaður vegna veittrar þjónustu við aldraða á eftir að margfaldast frá núverandi stöðu alveg sama hvað verður gert, þar sem þeim mun fjölga umtalsvert. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn heldur verður að horfa til leiða sem nýta bæði ríkisrekna og einkarekna þjónustu til hagsbóta fyrir þennan hóp og fjölbreytt úrræði honum til handa. Kostnaðurinn væri líklega minni en ella ef skipulagið væri með þessum hætti og þjónustan tel ég að myndi batna einnig verulega. Það myndi skapast samkeppni um að sinna þessum hópi sem hefur verið að hluta til afskiptur. En hann er einmitt sá sem á hvað mest og best skilið fyrir að koma okkur hinum á legg. Við hljótum að vilja og geta gert betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsuverndar.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar