Ertu metin/n að verðleikum? Jöfnum leikinn! Helen Gray skrifar 3. apríl 2020 07:00 Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Nám fer ekki eingöngu fram innan hefðbundins skólakerfis heldur við ýmis konar aðstæður. Allt nám er verðmætt og mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa lagt hart að sér við að nema færni fái það skjalfest. Raunfærnimat er leið til að meta færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast á vinnumarkaði. Markmið matsins er að fólki fái viðurkennda þá færni sem það býr yfir og þurfi ekki að sækja nám að óþörfu í því sem það sannarlega kann. Á síðasta starfsári fóru 204 einstaklingar í gegnum raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri. Nærri allir þeir sem hafa óskað eftir raunfærnimati hjá okkur síðustu ár hafa verið Íslendingar og þeir fáu af erlendu bergi brotnir íslensk -og/eða enskumælandi. Raunfærnimatskerfið hér á landi mætir þörfum þeirra sem hafa gott vald á íslensku en útilokar flesta aðra sem hafa þó rétt á umræddri þjónustu samkvæmt lögum um framhaldsfræðslu. Brýn þörf innflytjenda Þörfin er hins vegar brýn hjá innflytjendum og á síðasta ári tók IÐAN fræðslusetur ásamt Fræðslusetri atvinnulífsins þátt í tilrauna -og rannsóknarverkefninu VISKA (Visible Skills of Adults). Alls fóru 51 innflytjendur í gegnum ferlið og útskrifuðust. Flestir þátttakenda í verkefninu voru Pólverjar, sem eru um 38% innflytjenda á Íslandi. Reynsla þeirra sem tóku þátt leiddi í ljós mikilvægi þess að greiða aðgengi innflytjenda að raunfærnimati, ráðgjöf og íslensku menntakerfi. Þörf á stórátaki Niðurstaða okkar sem stóðu að þessu verkefni er að það er brýnt að veita viðurkennda tungumálaþjónustu með með kerfisbundum hætti fyrir innflytjendur í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Tungumálastuðningur þarf að spretta úr stefnumótun um íslenskunám og tengja þarf ábyrgðina við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að formfesta stuðninginn og tryggja fjármagn. Það er meðal annars hægt með að tryggja hlutverk raunfærnimats inn í Framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda fyrir árin 2020-2024. Þá þarf að gera stórátak í þjálfun túlka á sviði raunfærnimats með sérstakri áherslu á, fagþekkingu túlka á iðngreinum og veita náms- og starfsráðgjöfum ásamt matsaðilum viðbótarþjálfun um framkvæmd raunfærnimats fyrir innflytjendur. Færni fólks nýtist betur Allra brýnast er þó að bæta aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu og stuðning sem er í boði á sviði raunfærnimats. Það þarf að tryggja að innflytjendur hafi raunverulegt aðgengi að raunfærnimati og formgera samstarf hagsmunaaðila. Að jafna leikinn er okkur öllum til góða. Með því að fjölga tækifærum fólks með mismunandi bakgrunn og reynslu með því að auka aðgengi að raunfærnimati, nýtist betur færni fólks með innflytjendabakgrunn til verðmætasköpunar. Höfundur er þróunarstjóri IÐUNNAR fræðsluseturs.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun