Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 11:00 Skúli Jón Friðgeirsson og Baldur Sigurðsson í baráttu gegn Larissa árið 2009. Vísir/Valli Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. Hér að neðan má finna eftirminnilegustu Evrópuleiki íslenskra liða á þessari öld. Hér að neðan er farið yfir eftirminnilegustu leiki KR og Vals ásamt leik sem ÍBV spilaði árið 2014. Síðar í dag förum við svo yfir leiki FH, Stjörnunnar, Breiðabliks og nokkurra annarra liða. Eflaust koma enn fleiri leikir til greina en við látum þetta duga að sinni. KR 2-0 Larissa (Evrópudeildin, 2009) Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon, Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rudgers, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Jordao Diogo. Óskar Örn Hauksson, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Bjarni Guðjónsson, Gunnar Jónsson, Guðmundur Benediktsson (4-5-1). Evrópuævintýri KR-inga árið 2009 fór almennilega á flug eftir magnaðan 2-0 sigur á Larissa frá Grikklandi í Frostaskjóli þann 16. júlí árið 2009. Fyrirliði gestanna var enginn annar en Nikoz Dabizas, sem lék á sínum tíma 180 leiki fyrir Newcastle United og Leicester City ásamt því að verða Evrópumeistari með Grikklandi árið 2004. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Baldur Sigurðsson, hann kemur einnig við sögu í síðari hluta fréttarinnar, sem kom KR yfir með einu af sínum margfrægu hlaupum inn í teiginn. Gunnar Örn lék upp að endalínu og gaf fyrir, þar kom Baldur aðsvífandi og það var ekki að spyrja að því - boltinn söng í netinu og KR stuðningsmenn leiddir áfram af Miðjunni trylltust í stúkunni. Í uppbótartíma leiksins vann Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR í dag, knöttinn á miðjum vellinum. Bjarni tók á rás og eftir góðan 30 metra sprett renndi hann knettinum inn fyrir vörn Grikkjana á varamanninn Björgólf Takefusa sem skoraði af öryggi. Lokatölur 2-0 KR í vil sem fór áfram í næstu umferð eftir 1-1 jafntefli í Grikklandi. Þar mættu þeir svissneska stórliðinu Basel. Gunnar Örn var mjög öflugur í liði KR gegn Larissa.Vísir/Valli KR 2-2 Basel (Evrópudeildin, 2009) Byrjunarlið KR: Stefán Logi, Skúli Jón, Mark Rutgers, Grétar Sigfinnur, Jordao Diogo. Óskar Örn, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Atli Jóhannsson, Gunnar Örn, Guðmundur Benediktsson (4-5-1). Líkt og gegn Larissa þá fór fyrri leikurinn fram í Frostaskjólinu og það má með sanni segja að byrjunin hafi verið draumi líkust. Strax á 6. mínútu leiksins skoraði Guðmundur Benediktsson glæsilegt mark með skoti úr vítateignum eftir að Baldur hafði skallað knöttinn fyrir fætur Guðmundur. Aðeins þremur mínútum síðar voru heimamenn komnir 2-0 yfir. Grétar Sigfinnur, sem hafði skorað jöfnunarmark KR í Grikklandi, skoraði þá eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik. Þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum minnkaði Scott Chipperfield muninn með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að KR-ingar höfðu misst knöttinn á eigin vallarhelmingi. Það var svo á 83. mínútu sem Federico Almerares jafnaði metin eftir að Alexander Frei slapp einn fyrir og renndi knettinum á Almerares. Lokatölur 2-2 og eftir 3-1 tap í Sviss var Evrópuævintýri KR-inga lokið þetta árið. „Ég á sko þrjár milljónir evra inn á bankareikningnum mínum,“ á Alexander Frei að hafa hreytt í leikmenn KR í stöðunni 2-0. Vísir/Valli KR 3-0 MŠK Žilina (Evrópudeildin, 2011) Byrjunarlið KR: Hannes Þór Halldórsson, Magnús Már Lúðvíksson, Skúli Jón, Grétar Sigfinnur, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn (4-3-3). Žilina hafði tímabilið áður verið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem það lék meðal annars gegn Chelsea. Þá var Martin Dúbravka, núverandi markvörður Newcastle United, í markinu er liðið mætti í Frostaskjólið. Bjarni Guðjónsson kom KR-ingum yfir á 25. mínútu þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið með góðu skoti innan úr vítateig. Staðan 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik var staðan orðin 2-0. Þá skoraði Viktor Bjarki Arnarson eftir frábæra samvinnu Óskars Arnars og Guðmunds Reynis á vinstri væng heimamanna. Þriðja mark KR kom af vítapuntinum en eftir vel útfærða hornspyrnu hafði Magnús Már sloppið inn í vítateig gestanna þar sem brotið var á honum. Á punktinn fór Kjartan Henry og skoraði hann af öryggi. Lokatölur 3-0 og fóru Vesturbæingar áfram í næstu umferð eftir að hafa sloppið með skrekkinn á útivelli en þeir töpuðu 2-0. Í umferðinni þar á eftir mættu KR-ingar Dinamo Tblisi frá Georgíu og máttu þola tap í báðum leikjum, samtals 6-1. Valur 1-0 Rosenborg (Meistaradeild Evrópu, 2018) Byrjunarlið Vals: Anton Ari Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson, Haukur Páll Sigurðsson, Ólafur Karl Finsen, Kristinn Freyr Sigurðsson, Arnar Sveinn Geirsson, Patrick Pedersen, Tobias Thomsen (3-5-2). Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals, á þeim tíma, tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og drógust gegn norska stórliðinu Rosenborg. Einu besta liði Skandinavíu undanfarna áratugi. Í byrjunarliði Rosenborgar á Hlíðarenda voru nokkur kunnugleg nöfn. Markvörðurinn André Hansen lék á sínum tíma með KR og á fjóra landsleiki fyrir A-landslið Noregs. Varnarmaðurinn Tore Reginiussen á alls 29 landsleiki, Hinn 18 ára gamli Erik Botheim var, og er, einkar efnilegur leikmaður sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Noregs. Svona væri lengi hægt að telja. Þá má ekki gleyma Nicklas Bendtner, hann sem betur fer átti ömurlegan leik á Hlíðarlenda. Að lokum var Alexander Søderlund, fyrrum framherji FH, á bekknum en sá hefur verið í landsliðshópi Noregs undanfarin misseri. Valsmenn stóðu í hárinu á Rosenborg frá upphafsflautinu og rúmlega það. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik var staðan enn markalaus. Á 74. mínútu leiksins gerði Ólafur Jóhannesson skiptingu, út af kom Ólafur Karl og Guðjón Pétur Lýðsson skokkaði inn á. Það var svo tíu mínútum síðar sem Guðjón Pétur spilaði stóran þátt í eina marki leiksins. Valur fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna. Guðjón tók spyrnuna á Tobias Thomsen sem var hægra megin við teig Rosenborg. Daninn gaf fyrir á Eið Aron, sem var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarsins, og Eyjamaðurinn stýrði knettinum snyrtilega í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Eðlilega trylltust leikmenn Vals er Eiður Aron skoraði.Vísir/Bára Staðan orðin 1-0 Val í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Rosenborg vann síðari leik liðanna 3-1 í leik þar sem dómarinn stal fyrirsögnunum en hann dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar mjög vafasamar. Því fór Valur í Evrópudeildina. Valur 2-1 FC Sheriff (Evrópudeildin, 2018) Byrjunarlið Vals: Anton Ari, Birkir Már, Sebastian Hedlund, Eiður Aron, Bjarni Ólafur, Haukur Páll, Einar Karl Einarsson, Kristinn Freyr, Dion Acoff, Pedersen, Andri Adolphsson (4-3-3). Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna 1-0 í Móldavíu þar sem mark heimamanna kom undir lok leiks þá var ljóst að Valur myndi spila upp á sigur á Hlíðarenda. Þeir byrjuðu mun betur en gestirnir frá Móldavíu og fyrirliðinn sjálfur, Haukur Páll, stangaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu Kristins Frey rétt fyrir hálfleik. Staðan í einvíginu því orðin 1-1 og allt galopið. Gestirnir rönkuðu við sér í hálfleik og jöfnuðu metin á 68. mínútu en Ziguy Badibanga fékk þá allan tíma í heiminum til að athafna sig áður en hann þrumaði knettinum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 1-1 og allt í einu þurftu Valsmenn að skora tvö mörk til að komast áfram. Það virtist öll vön úti þegar varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson skoraði á fyrstu mínútu uppbótartíma. Í kjölfarið hentu Valsmenn öllum fram og voru hársbreidd frá því að skora þriðja mark sitt í leiknum og tryggja sig áfram í næstu umferð. Skutu þeir í marksúlurnar sem og skot Eiðs Arons var bjargað á línu. Allt kom fyrir ekki og Valsmenn höfðu því enga ástæðu til að fagna þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Haukur Páll gefur engan afslátt þegar komið er inn á völlinn.Vísir/Bára ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan Byrjunarlið ÍBV: David James, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Gunnar Már Guðmundsson, Gunnar Þorsteinsson, Arnar Bragi Bergsson, Víðir Þorvarðarson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ian Jeffs. Eyjamenn voru 2-0 undir eftir fyrri leikinn gegn stórliði Rauðu Stjörnunnar. Því var við ramman reip að draga þegar þeir fengu Serbana í heimsókn. Það gleymist oft að David James lék á Hásteinsvelli með ÍBV aðeins fjórum árum eftir að hann varði mark Englands á HM í Suður-Afríku. James átti góðan leik er liðin gerðu markalaust jafntefli en eflaust naga Eyjamenn sig enn í handarbökin yfir vítaspyrnu sem fór forgörðum í síðari hálfleik. Það voru rúmar fimmtán mínútur til leiksloka þegar leikmaður Rauðu Stjörnunnar fékk tvö gul með skömmu millibili og þar með rautt. Stuttu síðar fengu Eyjamenn víti eftir að knötturinn fór í hendi varnarmanns gestanna. Gunnar Már fór á punktinn en brást því miður bogalistin og gestirnir unnu 2-0. Undir lok leiks fékk Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari Eyjamanna, einnig tvö gul og því luku bæði lið leiknum með 10 manns inn á vellinum. Þá er fyrri hluta samantektarinnar lokið en síðar í dag munum við skoða eftirminnilegustu Evrópuleiki FH, Stjörnunnar og Breiðabliks en þar er af nægu að taka. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Valur ÍBV Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því. Hér að neðan má finna eftirminnilegustu Evrópuleiki íslenskra liða á þessari öld. Hér að neðan er farið yfir eftirminnilegustu leiki KR og Vals ásamt leik sem ÍBV spilaði árið 2014. Síðar í dag förum við svo yfir leiki FH, Stjörnunnar, Breiðabliks og nokkurra annarra liða. Eflaust koma enn fleiri leikir til greina en við látum þetta duga að sinni. KR 2-0 Larissa (Evrópudeildin, 2009) Byrjunarlið KR: Stefán Logi Magnússon, Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rudgers, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Jordao Diogo. Óskar Örn Hauksson, Baldur Sigurðsson, Jónas Guðni Sævarsson, Bjarni Guðjónsson, Gunnar Jónsson, Guðmundur Benediktsson (4-5-1). Evrópuævintýri KR-inga árið 2009 fór almennilega á flug eftir magnaðan 2-0 sigur á Larissa frá Grikklandi í Frostaskjóli þann 16. júlí árið 2009. Fyrirliði gestanna var enginn annar en Nikoz Dabizas, sem lék á sínum tíma 180 leiki fyrir Newcastle United og Leicester City ásamt því að verða Evrópumeistari með Grikklandi árið 2004. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Baldur Sigurðsson, hann kemur einnig við sögu í síðari hluta fréttarinnar, sem kom KR yfir með einu af sínum margfrægu hlaupum inn í teiginn. Gunnar Örn lék upp að endalínu og gaf fyrir, þar kom Baldur aðsvífandi og það var ekki að spyrja að því - boltinn söng í netinu og KR stuðningsmenn leiddir áfram af Miðjunni trylltust í stúkunni. Í uppbótartíma leiksins vann Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR í dag, knöttinn á miðjum vellinum. Bjarni tók á rás og eftir góðan 30 metra sprett renndi hann knettinum inn fyrir vörn Grikkjana á varamanninn Björgólf Takefusa sem skoraði af öryggi. Lokatölur 2-0 KR í vil sem fór áfram í næstu umferð eftir 1-1 jafntefli í Grikklandi. Þar mættu þeir svissneska stórliðinu Basel. Gunnar Örn var mjög öflugur í liði KR gegn Larissa.Vísir/Valli KR 2-2 Basel (Evrópudeildin, 2009) Byrjunarlið KR: Stefán Logi, Skúli Jón, Mark Rutgers, Grétar Sigfinnur, Jordao Diogo. Óskar Örn, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Atli Jóhannsson, Gunnar Örn, Guðmundur Benediktsson (4-5-1). Líkt og gegn Larissa þá fór fyrri leikurinn fram í Frostaskjólinu og það má með sanni segja að byrjunin hafi verið draumi líkust. Strax á 6. mínútu leiksins skoraði Guðmundur Benediktsson glæsilegt mark með skoti úr vítateignum eftir að Baldur hafði skallað knöttinn fyrir fætur Guðmundur. Aðeins þremur mínútum síðar voru heimamenn komnir 2-0 yfir. Grétar Sigfinnur, sem hafði skorað jöfnunarmark KR í Grikklandi, skoraði þá eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik. Þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum minnkaði Scott Chipperfield muninn með frábæru skoti fyrir utan teig eftir að KR-ingar höfðu misst knöttinn á eigin vallarhelmingi. Það var svo á 83. mínútu sem Federico Almerares jafnaði metin eftir að Alexander Frei slapp einn fyrir og renndi knettinum á Almerares. Lokatölur 2-2 og eftir 3-1 tap í Sviss var Evrópuævintýri KR-inga lokið þetta árið. „Ég á sko þrjár milljónir evra inn á bankareikningnum mínum,“ á Alexander Frei að hafa hreytt í leikmenn KR í stöðunni 2-0. Vísir/Valli KR 3-0 MŠK Žilina (Evrópudeildin, 2011) Byrjunarlið KR: Hannes Þór Halldórsson, Magnús Már Lúðvíksson, Skúli Jón, Grétar Sigfinnur, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn (4-3-3). Žilina hafði tímabilið áður verið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem það lék meðal annars gegn Chelsea. Þá var Martin Dúbravka, núverandi markvörður Newcastle United, í markinu er liðið mætti í Frostaskjólið. Bjarni Guðjónsson kom KR-ingum yfir á 25. mínútu þegar hann afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið með góðu skoti innan úr vítateig. Staðan 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik var staðan orðin 2-0. Þá skoraði Viktor Bjarki Arnarson eftir frábæra samvinnu Óskars Arnars og Guðmunds Reynis á vinstri væng heimamanna. Þriðja mark KR kom af vítapuntinum en eftir vel útfærða hornspyrnu hafði Magnús Már sloppið inn í vítateig gestanna þar sem brotið var á honum. Á punktinn fór Kjartan Henry og skoraði hann af öryggi. Lokatölur 3-0 og fóru Vesturbæingar áfram í næstu umferð eftir að hafa sloppið með skrekkinn á útivelli en þeir töpuðu 2-0. Í umferðinni þar á eftir mættu KR-ingar Dinamo Tblisi frá Georgíu og máttu þola tap í báðum leikjum, samtals 6-1. Valur 1-0 Rosenborg (Meistaradeild Evrópu, 2018) Byrjunarlið Vals: Anton Ari Einarsson, Birkir Már Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Sigurður Egill Lárusson, Haukur Páll Sigurðsson, Ólafur Karl Finsen, Kristinn Freyr Sigurðsson, Arnar Sveinn Geirsson, Patrick Pedersen, Tobias Thomsen (3-5-2). Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals, á þeim tíma, tóku þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og drógust gegn norska stórliðinu Rosenborg. Einu besta liði Skandinavíu undanfarna áratugi. Í byrjunarliði Rosenborgar á Hlíðarenda voru nokkur kunnugleg nöfn. Markvörðurinn André Hansen lék á sínum tíma með KR og á fjóra landsleiki fyrir A-landslið Noregs. Varnarmaðurinn Tore Reginiussen á alls 29 landsleiki, Hinn 18 ára gamli Erik Botheim var, og er, einkar efnilegur leikmaður sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Noregs. Svona væri lengi hægt að telja. Þá má ekki gleyma Nicklas Bendtner, hann sem betur fer átti ömurlegan leik á Hlíðarlenda. Að lokum var Alexander Søderlund, fyrrum framherji FH, á bekknum en sá hefur verið í landsliðshópi Noregs undanfarin misseri. Valsmenn stóðu í hárinu á Rosenborg frá upphafsflautinu og rúmlega það. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik var staðan enn markalaus. Á 74. mínútu leiksins gerði Ólafur Jóhannesson skiptingu, út af kom Ólafur Karl og Guðjón Pétur Lýðsson skokkaði inn á. Það var svo tíu mínútum síðar sem Guðjón Pétur spilaði stóran þátt í eina marki leiksins. Valur fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi gestanna. Guðjón tók spyrnuna á Tobias Thomsen sem var hægra megin við teig Rosenborg. Daninn gaf fyrir á Eið Aron, sem var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarsins, og Eyjamaðurinn stýrði knettinum snyrtilega í netið og allt ætlaði um koll að keyra. Eðlilega trylltust leikmenn Vals er Eiður Aron skoraði.Vísir/Bára Staðan orðin 1-0 Val í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Rosenborg vann síðari leik liðanna 3-1 í leik þar sem dómarinn stal fyrirsögnunum en hann dæmdi þrjár vítaspyrnur í leiknum, allar mjög vafasamar. Því fór Valur í Evrópudeildina. Valur 2-1 FC Sheriff (Evrópudeildin, 2018) Byrjunarlið Vals: Anton Ari, Birkir Már, Sebastian Hedlund, Eiður Aron, Bjarni Ólafur, Haukur Páll, Einar Karl Einarsson, Kristinn Freyr, Dion Acoff, Pedersen, Andri Adolphsson (4-3-3). Eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna 1-0 í Móldavíu þar sem mark heimamanna kom undir lok leiks þá var ljóst að Valur myndi spila upp á sigur á Hlíðarenda. Þeir byrjuðu mun betur en gestirnir frá Móldavíu og fyrirliðinn sjálfur, Haukur Páll, stangaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu Kristins Frey rétt fyrir hálfleik. Staðan í einvíginu því orðin 1-1 og allt galopið. Gestirnir rönkuðu við sér í hálfleik og jöfnuðu metin á 68. mínútu en Ziguy Badibanga fékk þá allan tíma í heiminum til að athafna sig áður en hann þrumaði knettinum í netið frá vítateigslínunni. Staðan orðin 1-1 og allt í einu þurftu Valsmenn að skora tvö mörk til að komast áfram. Það virtist öll vön úti þegar varamaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson skoraði á fyrstu mínútu uppbótartíma. Í kjölfarið hentu Valsmenn öllum fram og voru hársbreidd frá því að skora þriðja mark sitt í leiknum og tryggja sig áfram í næstu umferð. Skutu þeir í marksúlurnar sem og skot Eiðs Arons var bjargað á línu. Allt kom fyrir ekki og Valsmenn höfðu því enga ástæðu til að fagna þrátt fyrir frábæra frammistöðu. Haukur Páll gefur engan afslátt þegar komið er inn á völlinn.Vísir/Bára ÍBV 0-0 Rauða Stjarnan Byrjunarlið ÍBV: David James, Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Gunnar Már Guðmundsson, Gunnar Þorsteinsson, Arnar Bragi Bergsson, Víðir Þorvarðarson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Ian Jeffs. Eyjamenn voru 2-0 undir eftir fyrri leikinn gegn stórliði Rauðu Stjörnunnar. Því var við ramman reip að draga þegar þeir fengu Serbana í heimsókn. Það gleymist oft að David James lék á Hásteinsvelli með ÍBV aðeins fjórum árum eftir að hann varði mark Englands á HM í Suður-Afríku. James átti góðan leik er liðin gerðu markalaust jafntefli en eflaust naga Eyjamenn sig enn í handarbökin yfir vítaspyrnu sem fór forgörðum í síðari hálfleik. Það voru rúmar fimmtán mínútur til leiksloka þegar leikmaður Rauðu Stjörnunnar fékk tvö gul með skömmu millibili og þar með rautt. Stuttu síðar fengu Eyjamenn víti eftir að knötturinn fór í hendi varnarmanns gestanna. Gunnar Már fór á punktinn en brást því miður bogalistin og gestirnir unnu 2-0. Undir lok leiks fékk Hermann Hreiðarsson, spilandi þjálfari Eyjamanna, einnig tvö gul og því luku bæði lið leiknum með 10 manns inn á vellinum. Þá er fyrri hluta samantektarinnar lokið en síðar í dag munum við skoða eftirminnilegustu Evrópuleiki FH, Stjörnunnar og Breiðabliks en þar er af nægu að taka.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... KR Valur ÍBV Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira