Samstaða og þrautseigja í skóla- og frístundastarfi Skúli Helgason skrifar 21. mars 2020 14:47 Nú er að ljúka fyrsta vikunni í nýju skipulagi skóla- og frístundastarfs í borginni eftir að samkomubann tók gildi. Leikskólar og grunnskólar ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eru flestir opnar en starfið takmarkast af fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar. Nýting tækninnar kemur sér vel Ýmsir skólar eru farnir að nýta sér tæknina við fjarkennslu í ljósi aðstæðna, t.d. Háteigsskóli þar sem allir nemendur vinna skv. áætlun og eru í beinu sambandi við sinn umsjónarkennara daglega í gegnum fjarfundabúnað og á unglingastigi er haldið úti kennslustundum með aðstoð tækninnar. Kennarar hafa beitt mikilli hugmyndagleði við að útfæra fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og tengt bæði við daglegt líf þeirra og hefðbundin fræði skólabókanna. Teymisvinna kennara og starfsfólks í skólunum er mikil og kennarar eru margir hverjir í óðaönn að læra á ýmsan tæknibúnað sem gerir þeim kleift að fylgjast með námsframvindu og líðan nemenda. Rafrænum fundum hefur fjölgað til mikilla muna og allt skipulag samvinnu hefur tekið miklum breytingum. Í takt við tilmælin Skóla- og frístundastarf er í eðli sínu félagsleg fjöldasamkoma en nú hafa stjórnendur, kennarar og starfsfólk lyft grettistaki á mettíma við að breyta öllu skipulagi og starfseminni til að tryggja sem mest öryggi barna og fullorðinna – og laga að gjörbreyttum aðstæðum. Mikilvægt leiðarljós er að reyna sem kostur er að halda stöðugleika í starfseminni ekki síst hjá yngstu börnunum, nýta tækifærin til að eiga samskipti við félagana á sama tíma og glímt er við menntandi viðfangsefni. Unnið er samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar með áherslu á aukin þrif og sótthreinsun bygginga að loknum skóla- og frístundadegi. Í nokkrum starfsstöðvum hefur þurft að grípa til lokunar til að hefta frekari útbreiðslu COVID-19. Frístundaheimili halda úti eins miklu starfi og kostur er miðað við fyrirskipaðar takmarkanir. Starfið er skipulagt í samstarfi við viðkomandi grunnskóla og þeir hópar sem eru saman í skólanum halda áfram að vera saman í frístundaheimilinu þá daga sem börnin eru í skólanum. Takmarkanir á hópastærðum Börn,unglingar og foreldrar eru upplýstir um hópaskiptinguna og opnun fyrir hvern hóp. Aldrei eru fleiri en 20 börn í hverjum hópi og hver hópur hefur eitt rými til umráða hverju sinni. Leikskólar starfa að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum, 4-6 börn, og aðskilin eins og kostur er. Hver deild er skilgreind sem sóttvarnahólf þ.e. börn og starfsfólk deildarinnar – en börnin koma ekki alla daga svo hægt sé að vinna með litla hópa og aðskilin. Jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Leikskólarnir eru nú opnir frá kl. 8:00 til kl. 16:15. Almennt er fylgt þeirri meginlínu að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina og að systkini fylgist að. Leikskólarnir sýna líka hugmyndaauðgi við óvenjulegar aðstæður og þannig greip Leikskólinn Rauðhóll í Árbænum til þess ráðs í vikulokin að streyma á netinu skemmtilegri söngstund þannig að þeir krakkar sem voru heima þann daginn gætu líka notið og tekið þátt. Mikilvæg skilaboð til foreldra Ég vil nefna sem mikilvæga ábendingu til foreldra að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr eða koma í veg fyrir smit er að halda barnahópum aðgreindum jafnt innan skóla sem utan og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hafi það í huga varðandi samskipti barna þeirra við vini og félaga eftir skóla. Þar er tryggast að fylgja sama skipulagi og í skólanum, þ.e. að börnin eigi fyrst og fremst samskipti við félaga á sömu deild (í leikskólum) eða í sama bekk (í grunnskólum/frístundastarfi). Þannig náum við mestum árangri í að draga úr útbreiðslu faraldursins. Í stórum dráttum gengur skipulagið í skóla- og frístundastarfinu mjög vel miðað við aðstæður og er full ástæða til að hrósa starfsfólki, börnum, og foreldrum fyrir mikinn skilning, velvilja og þrautseigju við þessar óvenjulegu aðstæður. Við munum örugglega aldrei gleyma þessum vikum en það er gott að finna samstöðuna um land allt – við förum í gegnum þetta saman og stöndum sterkari á eftir! Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er að ljúka fyrsta vikunni í nýju skipulagi skóla- og frístundastarfs í borginni eftir að samkomubann tók gildi. Leikskólar og grunnskólar ásamt frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum eru flestir opnar en starfið takmarkast af fyrirmælum sóttvarnayfirvalda um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar. Nýting tækninnar kemur sér vel Ýmsir skólar eru farnir að nýta sér tæknina við fjarkennslu í ljósi aðstæðna, t.d. Háteigsskóli þar sem allir nemendur vinna skv. áætlun og eru í beinu sambandi við sinn umsjónarkennara daglega í gegnum fjarfundabúnað og á unglingastigi er haldið úti kennslustundum með aðstoð tækninnar. Kennarar hafa beitt mikilli hugmyndagleði við að útfæra fjölbreytt verkefni fyrir nemendur og tengt bæði við daglegt líf þeirra og hefðbundin fræði skólabókanna. Teymisvinna kennara og starfsfólks í skólunum er mikil og kennarar eru margir hverjir í óðaönn að læra á ýmsan tæknibúnað sem gerir þeim kleift að fylgjast með námsframvindu og líðan nemenda. Rafrænum fundum hefur fjölgað til mikilla muna og allt skipulag samvinnu hefur tekið miklum breytingum. Í takt við tilmælin Skóla- og frístundastarf er í eðli sínu félagsleg fjöldasamkoma en nú hafa stjórnendur, kennarar og starfsfólk lyft grettistaki á mettíma við að breyta öllu skipulagi og starfseminni til að tryggja sem mest öryggi barna og fullorðinna – og laga að gjörbreyttum aðstæðum. Mikilvægt leiðarljós er að reyna sem kostur er að halda stöðugleika í starfseminni ekki síst hjá yngstu börnunum, nýta tækifærin til að eiga samskipti við félagana á sama tíma og glímt er við menntandi viðfangsefni. Unnið er samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis um aðgerðir til að draga úr smithættu og útbreiðslu kórónaveirunnar með áherslu á aukin þrif og sótthreinsun bygginga að loknum skóla- og frístundadegi. Í nokkrum starfsstöðvum hefur þurft að grípa til lokunar til að hefta frekari útbreiðslu COVID-19. Frístundaheimili halda úti eins miklu starfi og kostur er miðað við fyrirskipaðar takmarkanir. Starfið er skipulagt í samstarfi við viðkomandi grunnskóla og þeir hópar sem eru saman í skólanum halda áfram að vera saman í frístundaheimilinu þá daga sem börnin eru í skólanum. Takmarkanir á hópastærðum Börn,unglingar og foreldrar eru upplýstir um hópaskiptinguna og opnun fyrir hvern hóp. Aldrei eru fleiri en 20 börn í hverjum hópi og hver hópur hefur eitt rými til umráða hverju sinni. Leikskólar starfa að þeim skilyrðum uppfylltum að börn séu í sem minnstum hópum, 4-6 börn, og aðskilin eins og kostur er. Hver deild er skilgreind sem sóttvarnahólf þ.e. börn og starfsfólk deildarinnar – en börnin koma ekki alla daga svo hægt sé að vinna með litla hópa og aðskilin. Jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag. Leikskólarnir eru nú opnir frá kl. 8:00 til kl. 16:15. Almennt er fylgt þeirri meginlínu að hvert barn komi í leikskólann tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hina og að systkini fylgist að. Leikskólarnir sýna líka hugmyndaauðgi við óvenjulegar aðstæður og þannig greip Leikskólinn Rauðhóll í Árbænum til þess ráðs í vikulokin að streyma á netinu skemmtilegri söngstund þannig að þeir krakkar sem voru heima þann daginn gætu líka notið og tekið þátt. Mikilvæg skilaboð til foreldra Ég vil nefna sem mikilvæga ábendingu til foreldra að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr eða koma í veg fyrir smit er að halda barnahópum aðgreindum jafnt innan skóla sem utan og er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn hafi það í huga varðandi samskipti barna þeirra við vini og félaga eftir skóla. Þar er tryggast að fylgja sama skipulagi og í skólanum, þ.e. að börnin eigi fyrst og fremst samskipti við félaga á sömu deild (í leikskólum) eða í sama bekk (í grunnskólum/frístundastarfi). Þannig náum við mestum árangri í að draga úr útbreiðslu faraldursins. Í stórum dráttum gengur skipulagið í skóla- og frístundastarfinu mjög vel miðað við aðstæður og er full ástæða til að hrósa starfsfólki, börnum, og foreldrum fyrir mikinn skilning, velvilja og þrautseigju við þessar óvenjulegu aðstæður. Við munum örugglega aldrei gleyma þessum vikum en það er gott að finna samstöðuna um land allt – við förum í gegnum þetta saman og stöndum sterkari á eftir! Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun