Að hugsa í tækifærum og lausnum Ásgeir Marinó Rudolfsson skrifar 18. apríl 2020 08:00 Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun er sennilegt að um 40 % námsmanna á Íslandi í framhaldsnámi fái ekki sumarvinnu í ár og þannig er fjárhagur þeirra er í uppnámi og áframhaldandi nám í hættu. Stór hluti þeirra á ekki fyrir húsaleigu og er fyrirséð að margir flosni upp frá námi og bætist í stækkandi hóp atvinnulausra. Á sama tíma er fjöldi ferðamanna í lágmarki og hótel og gististaðir standa tómir og rekstur þeirra í uppnámi. Ef við einbeitum okkur að tækifærum og hugsum í lausnum er ljóst að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Það er hagkvæmara að námsmenn klári sitt nám og bætist í hóp íslenskra sérfræðinga en ekki avinnulausra. Á sama tíma eru margir gististaðir á leið í gjaldþrot, skuldsettir upp í rjáfur og lítil von til að þeir lifi krísuna af. Hvernig er hægt að nota þetta “tækifæri” á skapandi hátt? Skortur á húsnæði fyrir námsmenn og mikið framboð á gistirými skapar augljósa möguleika. Ljóst er að ef ríkið vill grípa inn í þá er tækifæri til að kaupa húsnæði á hagkvæmu verði á næstunni. Eins eru tímabundin verkefni þessu tengd sem eru hentug fyrir námsmenn í sumarvinnu. Gefum okkur eftirfarandi sviðsmynd: Ríkið vill sporna við þessari þróun og grípa inn í ástandið. Þá er meðal annars þörf á að gera eftirfarandi: Það þarf að greina stöðuna og sjá hvaða umfang verkefnið hefur og hversu mikil þörf er á mannafla og fjármagni. Setja upp áætlun og skipuleggja framhaldið. Námsmen í námi sem td. innifelur verkefnastjórnun eru tilvaldir í þannig verkefni ef til vill studdir af reyndum sérfræðingum sem núna eru kannski verkefnalausir núna. Það þarf að gera ýmsar breytingar á húsnæði til að það henti sem stúdentagarður. Standsetning á þannig húsnæði eru hentug tímabundin verkefni sem sumarvinna fyrir námsmenn og tímabundið verkefni fyrir verkefnalausa fagmenn. Kostirnir eru margir. Ríkið getur eignast hentugt húsnæði á hagkvæmu verði á sama tíma og einhverjir ferðaþjónustuaðilar sem vilja sleppa frá skuldsettum eignum geta sloppið frá gjaldþroti með sölu tómra hótela og gistiheimila. Þannig verða þeir áfram skattgreiðendur næstu misserin en ekki gjaldþrota. Ef ríkið vill losa fjármagn frá þessu verkefni síðar meir er fyrirsjáanlegt að hægt er að selja á góðu verði á tíma þegar betur árar og eftirspurn er fyrir eignir í ferðaþjónustu. Þannig getur ríkið fengið útlagðan kostnað að einhverju leiti endurgreiddan með ávinningi á sama tíma og búinn er til möguleg aukning á framboði ef aðstæður eru þannig í framtíðinni. Einhverjir námsmenns sem skortir sumarvinnu geta bjargað sér fyrir horn með sumarvinnu við að standsetja eignirnar undir leiðsögn fagmanna sem skortir verkefni tímabundið “eins og fordæmalausa staðan í þjóðfélaginu er núna”. Fyrir námsmenn þarf að vera framkvæmanlegt að búa í þessum nýju stúdentagörðum. Fjármögnun á leigukostnaði næstu missera kann að vera skipulögð sem viðbót við námslánin eða hluti af þeim. Þannig skapast svigrúm fyrir námsmenn að ráða við húsaleigu á sama tíma og ríkið fær leiguna greidda í framhaldinu þegar námslánin eru greidd. Ekki er þörf á að eftirspurn eða markaðir lagist til að grundvöllur sé fyrir verkerfnum af þessu tagi, þörfin er augljós nú þegar og allir sem máli skipta eru til staðar. Það þarf bara að setja svona verkefni af stað, koma svo………… !! Höfundur er véltæknifræðingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun